Fleiri fréttir Íslandsbanki í samstarf við Hof á Akureyri Íslandsbanki hefur gert þriggja ára samstarfssamning við Menningarhúsið Hof á Akureyri. Menningarhúsið hefur verið starfrækt í tæpt ár og hafa vel á annað hundrað þúsund manns heimsótt það á þeim tíma. 24.6.2011 10:53 Draghi ráðinn seðlabankastjóri ECB Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að Mario Draghi verði næsti seðlabankastjóri evrópska seðlabankans (ECB). Þetta var ákveðið á fundi leiðtoganna sem nú stendur yfir í Brussel. 24.6.2011 10:38 Hrein eign heimilanna losar 3.700 milljarða Hrein eign heimilanna í landinu losar 240% af landsframleiðslu eða 3.700 milljarða kr. Er þetta umtalsverð eign sem stendur þrátt fyrir hrun bankakerfisins og þá kreppu sem íslensk samfélag hefur tekist á við á undanförnum árum með tilheyrandi lækkun á verði eigna og hækkun á verðtryggðum og gengisbundnum lánum. 24.6.2011 09:58 Viðamikil skattaundanskot Dana koma upp úr kafinu Dönsk skattayfirvöld hafa komist á sporið um viðamikil skattaundanskot Dana sem geyma fé sitt á reikningum víða um heiminn en hafa aldrei borgað lögboðinn skatt af því. 24.6.2011 07:27 Grikkir fá meiri neyðaraðstoð með skilyrðum Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákváðu í gærkvöldi að Grikkland gæti fengið meiri neyðaraðstoð frá og með 1. júlí næstkomandi. 24.6.2011 07:25 Fjárhagsmálefni OR rannsökuð Borgarráð hefur skipað úttektarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Rannsaka á þá þætti sem leiddu til núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins. 24.6.2011 06:00 Óheimilt að beita vörslusviptingu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag að Íslandsbanka væri óheimilt að beita vörslusviptingu ef skuldari hefur leitað nauðasamnings. Lögmaður skuldara segir ljóst að kanna þurfi réttarstöðu þeirra sem sætt hafa vörslusviptingu. 23.6.2011 18:30 Actavis hafði sigur í hæstarétti Bandaríkjanna Actavis, ásamt tveimur öðrum alþjóðlegum samheitalyfjafyrirtækjum, hafði sigur í máli fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. Rétturinn dæmdi þessum fyrirtækjum í vil í dómsmáli um hvort hægt væri að lögsækja þau fyrir héraðsdómstólum í Bandaríkjunum fyrir ófullnægjandi upplýsingar um hliðarverkanir lyfja þeirra. 23.6.2011 15:29 Kaupþing með hlut í stærstu veitingahúsakeðju Bretlands Skilanefnd Kaupþings verður meðeigandi að stærstu veitingahúskeðju Bretlands. Hún komst á laggirnar eftir að eigendur Town & City Pub Company Limited (Town & City) sem rekur meðal annars veitingahúsakeðjurnar Yates og Slug and Lettuce samþykkti samruna Town & City við Stonegate Pub Company Limited (Stonegate). 23.6.2011 14:39 Starfsemi Kraums tryggð fram til ársins 2013 Kraumur tónlistarsjóður, sem stofnaður var af Auroru velgerðarsjóði í byrjun árs 2008 sem tilraunaverkefni til þriggja ára, hefur tryggt áframhaldandi starfsemi sína til ársloka 2013. Það er því ljóst að íslenskt tónlistarlíf mun áfram njóta stuðnings frá sjóðnum, en á síðustu 3 árum hefur hann stutt við verkefni yfir 90 listamanna og hljómsveita. 23.6.2011 14:14 Olíuverð í frjálsu falli eftir samræmda aðgerð IEA Heimsmarkaðsverð á olíu er í frjálsu falli þessa stundina og hefur verðið á Brent olíunni lækkað um 6,5 dollara í dag. Stendur verðið nú í 107,80 dollurum á tunnuna. Það er samræmd aðgerð á vegum Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) sem valdið hefur þessum lækkunum. 23.6.2011 14:03 Aflandsgengið leitar jafnvægis við skráða gengið Aflandsgengi krónunnar stendur nú í 210 krónum fyrir evruna, miðað við kaup, og svo virðist sem það sé að leita að jafnvægi við skráð gengi krónunnar innanlands. Frá því í lok febrúar s.l. hefur aflandsgengið styrkst um 29% en á móti hefur innanlandsgengið veikst um 3,6% á sama tímabili. 23.6.2011 13:41 Milljarða kröfur á hendur stjórnar Eik Banki og Deloitte Stjórn hins færeyska Eik Banki og Deloitte endurskoðendur bankans horfa nú fram á a.m.k. eins milljarðs danskra kr. eða 22 milljarða kr. skaðabótakröfur í dómsmáli sem bankasýsla Danmerkur (Finansiel stabilitet) ætlar að höfða gegn þeim. 23.6.2011 12:51 Öldrykkja Dana minnkar um 26% á áratug Öldrykkja Dana hefur minnkað um 26% eða rúman fjórðung á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í nýjum tölum um áfengisneyslu Dana frá dönsku hagstofunni. 23.6.2011 12:33 Aflaverðmæti makríls gæti farið yfir 20 milljarða Kraftur er nú kominn í makrílveiðarnar suður og austur af landinu og eru mörg skip þegar byrjuð veiðar. Aflaverðmæti af vertíðinni gæti farið yfir tuttugu milljarða króna. 23.6.2011 11:52 Sala atvinnuhúsnæðis minnkar um 1,5 milljarð milli mánaða Sala á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu minnkaði um 1,5 milljarð kr. milli apríl og maí í ár. Fasteignamat seldra eigna í maí nam rúmum 3 milljörðum kr. en í apríl nam matið rúmum 4,5 milljörðum kr. 23.6.2011 11:26 OECD og LÍÚ með svipaða sýn á íslenskan sjávarútveg „OECD hefur í megindráttum svipaða sýn á íslenskan sjávarútveg og LÍÚ. Ég vona bara að ríkisstjórnin kynni sér skýrslu stofnunarinnar vel og taki mark á henni. Ég legg til að nú verið farið í það að skrifa nýtt kvótafrumvarp með aðkomu allra hagsmunaaðila," segir Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ. 23.6.2011 11:12 Stjórnendur draga óvænt úr verðbólguvæntingum Stjórnendur á meðal stærstu fyrirtækja landsins vænta þess nú að vísitala neysluverðs muni hækka um 3,9% yfir næstu 12 mánuði. Þetta má sjá í niðurstöðum könnunar Capacent Gallup sem Samtök atvinnulífisins birti í gær. Hefur því dregið aðeins úr verðbólguvæntingum stjórnenda frá því að síðasta könnun var gerð, sem var í mars síðastliðnum, en þá bjuggust þeir við að árstaktur verðbólgu yrði 4,2%. 23.6.2011 10:44 Fasteignamat íbúða hækkar um 9% og verður 2.850 milljarðar Alls eru skráðar tæplega 125.000 íbúðir á Íslandi. Samanlagt fasteignamat þeirra er um 2.600 milljarðar króna en verður um 2.850 milljarðar króna samkvæmt mati ársins 2012. Fasteignamatið hækkar með öðrum orðum um 9%. 23.6.2011 10:24 Olíuverð lækkar eftir nýja bandaríska hagvaxtarspá Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í morgun í fyrsta sinni í vikunni. Ástæðan er að bandaríski seðlabankinn hefur dregið úr væntingum sínum um hagvöxt þar í landi á þessu ári. 23.6.2011 10:00 Ástarbréf Seðlabankans voru þyngsta höggið í hruninu Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkuð ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu. Segir stofnunin að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun sem var þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka. Var þar verið að veðja á að bankarnir kæmust í gegnum storminn. 23.6.2011 09:43 Yfir 100 danskir minkabændur hafa áhuga á Íslandi Yfir 100 danskir minkabændur sóttu kynningarfund á Jótlandi í þessum mánuði þar sem þeim voru kynntir möguleikarnir á að fjárfesta í minkarækt á Íslandi. 23.6.2011 09:21 Aflaverðmætið eykst um milljarð milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 37,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011 samanborið við 36,4 milljarða kr. á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 1 milljarð kr. eða 2,8% á milli ára. 23.6.2011 09:04 Kaupmáttur launa eykst Vísitala kaupmáttar launa í maí 2011 er 105,9 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,9%. 23.6.2011 09:01 Hafnaði rökum Seðlabankans Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti í gær ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að beita Seðlabankann dagsektum vegna vanrækslu á afhendingu gagna og upplýsinga um útlán banka. 23.6.2011 09:00 Nær 80% stjórnenda telja efnahagsaðstæður slæmar Ekki er hægt að segja annað en að enn ríkir mikil svartsýni á meðal íslenskra stjórnenda á ástandið í efnahagslífinu og hefur afstaða þeirra til þess lítið batnað frá bankahruni. Nær 80% stjórnenda telja að aðstæðurnar séu slæmar. 23.6.2011 08:33 Airbus gerir risasamning í París Indverska lággjaldaflugfélagið IndiGo hefur lagt inn stærstu flugvélapöntun allra tíma hjá Airbus verksmiðjunum. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París sem nú stendur yfir en félagið hefur keypt 180 farþegaþotur af Airbus gerð. 23.6.2011 08:24 Sérfræðingar spá yfir 4% verðbólgu í júní Greiningar Arion banka og Íslandsbanka gera báðar ráð fyrir því að verðbólgan muni mælast yfir 4% í þessum mánuði. Nokkur munur er á spám þeirra, greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólgan fari í 4,1% en Arion banka að hún fari í 4,3%. Verðbólgan mældist 3,4% í síðasta mánuði. 23.6.2011 08:12 Ríkisskattstjóri rannsakar leynifélög í Lúxemborg Ríkisskattstjóri hefur grunsemdir um að skattur hafi ekki verið greiddur af viðskiptum með íslensk hlutabréf hjá félögum í Lúxemborg. Hefur skattstjóri því sótt ársreikninga 30-40 félaga í eigu Íslendinga, sem skráð eru þarlendis, til að skattleggja arð og söluhagnað hlutabréfa sem runnið hafa til félaganna. Viðskiptablaðið skýrir frá þessu. 23.6.2011 08:00 Hjálpardekk losað af vestra Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann muni kaupa síðasta skammtinn af ríkisskuldabréfum í lok mánaðar í næstu viku. Eftir það muni ljúka þessum stuðningi hins opinbera við banka og fjármálafyrirtæki þar í landi sem varað hefur síðastliðin þrjú ár. 23.6.2011 08:00 Seðlabankinn íhugar að vísa dagsektum til dómtóla Seðlabankinn íhugar nú hvort óhjákvæmilegt sé fyrir bankann að vísa til dómstóla dagsektum sem úrskurðað var að bankinn skyldi greiða. Það var áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem ákvað að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um dagsektir skyldu standa þar sem bankinn hafði hafnað því að veita eftirlitinu umbeðnar upplýsingar um útlán banka og sparisjóða. 23.6.2011 07:51 Allt mun fara í opnu söluferli Landsbankinn ætlar að bjóða til sölu allar eignir sem hann hefur fengið við yfirtöku eins fljótt og unnt er í opnu og gegnsæju söluferli á almennum markaði. Skilyrði er þó sett um það að salan brjóti ekki gegn lögvörðum hagsmunum viðskiptavina bankans. 23.6.2011 06:00 Breskir bankamenn óttast tillögurnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. 23.6.2011 05:00 Snúa sér til Evrópu Talið er að kínversk stjórnvöld hafi dregið úr kaupum á bandarískum ríkisskuldabréfum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og séð hag sínum borgið með kaupum á evrópskum ríkisskuldabréfum. 23.6.2011 00:00 Plastiðjan höfðar mál á hendur Sp-fjármögnun Plastiðjan hefur höfðað mál á hendur Sp-fjármögnun vegna endurútreiknings á lánssamningi, sem hún segir vera byggðan á röngum forsendum. Niðurstaða dómsins mun hafa ríkt fordæmisgildi, segir lögmaður Plastiðjunnar. 22.6.2011 19:30 Ákærður fyrir stórfelld umboðssvik Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur ákært Viggó Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu Sparisjóðanna, fyrir stófelld umboðssvik. 22.6.2011 18:37 Fullnustueignir auglýstar og boðnar til sölu á almennum markaði Landsbankinn birtir í dag nýja stefnu um sölu og ráðstöfun fullnustueigna bankans. Í tilkynningu frá bankanum segir að stefnan sé hluti af innleiðingu sjónarmiða samfélagslegrar ábyrgðar í rekstri Landsbankans. „Landsbankinn kynnti aðgerðalista í febrúar og eitt af loforðum á listanum var að tryggja opið og gagnsætt söluferli allra fullnustueigna bankans. Með því að birta og innleiða stefnu um sölu fullnustueigna er bankinn að efna það loforð.“ 22.6.2011 15:00 Picasso verk seldist á milljarða á uppboði Málverk eftir meistarann Picasso seldist í gær á uppboði í London fyrir þrettán og hálfa milljón punda, eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Háskólinn í Sidney nýtur góðs af sölunni en verkið var gefið skólanum á síðasta ári. Sá sem gaf þessa rausnarlegu gjöf vill ekki koma fram undir nafni en söluandvirðið verður notað til þess að rannsaka offitu. 22.6.2011 09:52 Áherslubreytingar OR kynntar á opnum ársfundi Orkuveita Reykjavíkur heldur í fyrsta sinn opinn ársfund, og fer hann fram á morgun milli klukkan 14.00 og 16.00. Ástæða þess að fundurinn er öllum opinn er til að auka gegnsæi í starfseminni og stuðla að upplýstri umræðu um málefni þess. Þess er þó krafist að fólk skrái mætingu á vef Orkuveitunnar. Á fundinum verða kynntar áherslubreytingar í rekstri, skipulagi og þjónustu OR, drög að nýrri eigendastefnu fyrir fyrirtækið og staða úttektar eigenda á tildrögum fjárhagsvanda fyrirtækisins. Ársskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2010 og Umhverfisskýrslu 2010 verður dreift á fundinum á rafrænu formi og verða þær aðgengilegar á vef OR eftir fund. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. 22.6.2011 09:32 Qantas fær skaðabætur frá Rolls Royce Ástralska flugfélagið Qantas hefur komist að samkomulagi við vélaframleiðandann Rolls Royce, sem smíðaði hreyflana í Airbus þotur félagsins en einn slíkur sprakk á flugi á síðasta ári. 22.6.2011 08:49 Starfsmenn Klafa boða til verfalls Starfsmenn þjónustufyrirtækisins Klafa, sem sér um upp- og útskipun fyrir álver Norðuráls og Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga samþykktu með öllum greiddum atkvæðum að boða til verkfalls fimmta júlí, ef ekki semst fyrir þann tíma. 22.6.2011 08:44 Verðbólga eykst fram á haustið Greiningardeild Arion banka býst við verðbólgukúfi fram eftir hausti og gerir ráð fyrir að hún fari í 5,2 prósent í september. Deildin gerir ráð fyrir að verðbólga fari úr 3,4 prósentum í maí í 4,3 prósent nú. 22.6.2011 08:00 Byr átti að skila ársuppgjöri í mars „Það tekur langan tíma að búa til fyrsta ársreikninginn eftir svona mikil umskipti. Það er umfangsmeira verk en alla jafna,“ segir Jón Finnbogason, forstjóri Byrs. 22.6.2011 06:00 Kreditkort ætlar að kæra til áfrýjunarnefndar Kreditkort ætlar að kæra til áfrýjunarnefndar neytendamála þá niðurstöðu Neytendastofu að framkvæmd greiðsludreifingar sem korthöfum hefur verið boðið upp á frá 1991 brjóti i bága við ákvæði laga um neytendalán. 21.6.2011 20:56 Uppgjörið við hrunið hér á landi án fordæma í heiminum Stjórnarformaður Bakkavarar gagnrýnir bæði rannsóknaraðila bankahrunsins og rannsóknarskýrslu alþingis harkalega. Hann segir uppgjörið við hrunið hér á landi án fordæma í heiminum. 21.6.2011 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Íslandsbanki í samstarf við Hof á Akureyri Íslandsbanki hefur gert þriggja ára samstarfssamning við Menningarhúsið Hof á Akureyri. Menningarhúsið hefur verið starfrækt í tæpt ár og hafa vel á annað hundrað þúsund manns heimsótt það á þeim tíma. 24.6.2011 10:53
Draghi ráðinn seðlabankastjóri ECB Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að Mario Draghi verði næsti seðlabankastjóri evrópska seðlabankans (ECB). Þetta var ákveðið á fundi leiðtoganna sem nú stendur yfir í Brussel. 24.6.2011 10:38
Hrein eign heimilanna losar 3.700 milljarða Hrein eign heimilanna í landinu losar 240% af landsframleiðslu eða 3.700 milljarða kr. Er þetta umtalsverð eign sem stendur þrátt fyrir hrun bankakerfisins og þá kreppu sem íslensk samfélag hefur tekist á við á undanförnum árum með tilheyrandi lækkun á verði eigna og hækkun á verðtryggðum og gengisbundnum lánum. 24.6.2011 09:58
Viðamikil skattaundanskot Dana koma upp úr kafinu Dönsk skattayfirvöld hafa komist á sporið um viðamikil skattaundanskot Dana sem geyma fé sitt á reikningum víða um heiminn en hafa aldrei borgað lögboðinn skatt af því. 24.6.2011 07:27
Grikkir fá meiri neyðaraðstoð með skilyrðum Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ákváðu í gærkvöldi að Grikkland gæti fengið meiri neyðaraðstoð frá og með 1. júlí næstkomandi. 24.6.2011 07:25
Fjárhagsmálefni OR rannsökuð Borgarráð hefur skipað úttektarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Rannsaka á þá þætti sem leiddu til núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins. 24.6.2011 06:00
Óheimilt að beita vörslusviptingu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag að Íslandsbanka væri óheimilt að beita vörslusviptingu ef skuldari hefur leitað nauðasamnings. Lögmaður skuldara segir ljóst að kanna þurfi réttarstöðu þeirra sem sætt hafa vörslusviptingu. 23.6.2011 18:30
Actavis hafði sigur í hæstarétti Bandaríkjanna Actavis, ásamt tveimur öðrum alþjóðlegum samheitalyfjafyrirtækjum, hafði sigur í máli fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. Rétturinn dæmdi þessum fyrirtækjum í vil í dómsmáli um hvort hægt væri að lögsækja þau fyrir héraðsdómstólum í Bandaríkjunum fyrir ófullnægjandi upplýsingar um hliðarverkanir lyfja þeirra. 23.6.2011 15:29
Kaupþing með hlut í stærstu veitingahúsakeðju Bretlands Skilanefnd Kaupþings verður meðeigandi að stærstu veitingahúskeðju Bretlands. Hún komst á laggirnar eftir að eigendur Town & City Pub Company Limited (Town & City) sem rekur meðal annars veitingahúsakeðjurnar Yates og Slug and Lettuce samþykkti samruna Town & City við Stonegate Pub Company Limited (Stonegate). 23.6.2011 14:39
Starfsemi Kraums tryggð fram til ársins 2013 Kraumur tónlistarsjóður, sem stofnaður var af Auroru velgerðarsjóði í byrjun árs 2008 sem tilraunaverkefni til þriggja ára, hefur tryggt áframhaldandi starfsemi sína til ársloka 2013. Það er því ljóst að íslenskt tónlistarlíf mun áfram njóta stuðnings frá sjóðnum, en á síðustu 3 árum hefur hann stutt við verkefni yfir 90 listamanna og hljómsveita. 23.6.2011 14:14
Olíuverð í frjálsu falli eftir samræmda aðgerð IEA Heimsmarkaðsverð á olíu er í frjálsu falli þessa stundina og hefur verðið á Brent olíunni lækkað um 6,5 dollara í dag. Stendur verðið nú í 107,80 dollurum á tunnuna. Það er samræmd aðgerð á vegum Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) sem valdið hefur þessum lækkunum. 23.6.2011 14:03
Aflandsgengið leitar jafnvægis við skráða gengið Aflandsgengi krónunnar stendur nú í 210 krónum fyrir evruna, miðað við kaup, og svo virðist sem það sé að leita að jafnvægi við skráð gengi krónunnar innanlands. Frá því í lok febrúar s.l. hefur aflandsgengið styrkst um 29% en á móti hefur innanlandsgengið veikst um 3,6% á sama tímabili. 23.6.2011 13:41
Milljarða kröfur á hendur stjórnar Eik Banki og Deloitte Stjórn hins færeyska Eik Banki og Deloitte endurskoðendur bankans horfa nú fram á a.m.k. eins milljarðs danskra kr. eða 22 milljarða kr. skaðabótakröfur í dómsmáli sem bankasýsla Danmerkur (Finansiel stabilitet) ætlar að höfða gegn þeim. 23.6.2011 12:51
Öldrykkja Dana minnkar um 26% á áratug Öldrykkja Dana hefur minnkað um 26% eða rúman fjórðung á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í nýjum tölum um áfengisneyslu Dana frá dönsku hagstofunni. 23.6.2011 12:33
Aflaverðmæti makríls gæti farið yfir 20 milljarða Kraftur er nú kominn í makrílveiðarnar suður og austur af landinu og eru mörg skip þegar byrjuð veiðar. Aflaverðmæti af vertíðinni gæti farið yfir tuttugu milljarða króna. 23.6.2011 11:52
Sala atvinnuhúsnæðis minnkar um 1,5 milljarð milli mánaða Sala á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu minnkaði um 1,5 milljarð kr. milli apríl og maí í ár. Fasteignamat seldra eigna í maí nam rúmum 3 milljörðum kr. en í apríl nam matið rúmum 4,5 milljörðum kr. 23.6.2011 11:26
OECD og LÍÚ með svipaða sýn á íslenskan sjávarútveg „OECD hefur í megindráttum svipaða sýn á íslenskan sjávarútveg og LÍÚ. Ég vona bara að ríkisstjórnin kynni sér skýrslu stofnunarinnar vel og taki mark á henni. Ég legg til að nú verið farið í það að skrifa nýtt kvótafrumvarp með aðkomu allra hagsmunaaðila," segir Adolf Guðmundsson formaður LÍÚ. 23.6.2011 11:12
Stjórnendur draga óvænt úr verðbólguvæntingum Stjórnendur á meðal stærstu fyrirtækja landsins vænta þess nú að vísitala neysluverðs muni hækka um 3,9% yfir næstu 12 mánuði. Þetta má sjá í niðurstöðum könnunar Capacent Gallup sem Samtök atvinnulífisins birti í gær. Hefur því dregið aðeins úr verðbólguvæntingum stjórnenda frá því að síðasta könnun var gerð, sem var í mars síðastliðnum, en þá bjuggust þeir við að árstaktur verðbólgu yrði 4,2%. 23.6.2011 10:44
Fasteignamat íbúða hækkar um 9% og verður 2.850 milljarðar Alls eru skráðar tæplega 125.000 íbúðir á Íslandi. Samanlagt fasteignamat þeirra er um 2.600 milljarðar króna en verður um 2.850 milljarðar króna samkvæmt mati ársins 2012. Fasteignamatið hækkar með öðrum orðum um 9%. 23.6.2011 10:24
Olíuverð lækkar eftir nýja bandaríska hagvaxtarspá Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í morgun í fyrsta sinni í vikunni. Ástæðan er að bandaríski seðlabankinn hefur dregið úr væntingum sínum um hagvöxt þar í landi á þessu ári. 23.6.2011 10:00
Ástarbréf Seðlabankans voru þyngsta höggið í hruninu Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkuð ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu. Segir stofnunin að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun sem var þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka. Var þar verið að veðja á að bankarnir kæmust í gegnum storminn. 23.6.2011 09:43
Yfir 100 danskir minkabændur hafa áhuga á Íslandi Yfir 100 danskir minkabændur sóttu kynningarfund á Jótlandi í þessum mánuði þar sem þeim voru kynntir möguleikarnir á að fjárfesta í minkarækt á Íslandi. 23.6.2011 09:21
Aflaverðmætið eykst um milljarð milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 37,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011 samanborið við 36,4 milljarða kr. á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um 1 milljarð kr. eða 2,8% á milli ára. 23.6.2011 09:04
Kaupmáttur launa eykst Vísitala kaupmáttar launa í maí 2011 er 105,9 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,9%. 23.6.2011 09:01
Hafnaði rökum Seðlabankans Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti í gær ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að beita Seðlabankann dagsektum vegna vanrækslu á afhendingu gagna og upplýsinga um útlán banka. 23.6.2011 09:00
Nær 80% stjórnenda telja efnahagsaðstæður slæmar Ekki er hægt að segja annað en að enn ríkir mikil svartsýni á meðal íslenskra stjórnenda á ástandið í efnahagslífinu og hefur afstaða þeirra til þess lítið batnað frá bankahruni. Nær 80% stjórnenda telja að aðstæðurnar séu slæmar. 23.6.2011 08:33
Airbus gerir risasamning í París Indverska lággjaldaflugfélagið IndiGo hefur lagt inn stærstu flugvélapöntun allra tíma hjá Airbus verksmiðjunum. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París sem nú stendur yfir en félagið hefur keypt 180 farþegaþotur af Airbus gerð. 23.6.2011 08:24
Sérfræðingar spá yfir 4% verðbólgu í júní Greiningar Arion banka og Íslandsbanka gera báðar ráð fyrir því að verðbólgan muni mælast yfir 4% í þessum mánuði. Nokkur munur er á spám þeirra, greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að verðbólgan fari í 4,1% en Arion banka að hún fari í 4,3%. Verðbólgan mældist 3,4% í síðasta mánuði. 23.6.2011 08:12
Ríkisskattstjóri rannsakar leynifélög í Lúxemborg Ríkisskattstjóri hefur grunsemdir um að skattur hafi ekki verið greiddur af viðskiptum með íslensk hlutabréf hjá félögum í Lúxemborg. Hefur skattstjóri því sótt ársreikninga 30-40 félaga í eigu Íslendinga, sem skráð eru þarlendis, til að skattleggja arð og söluhagnað hlutabréfa sem runnið hafa til félaganna. Viðskiptablaðið skýrir frá þessu. 23.6.2011 08:00
Hjálpardekk losað af vestra Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann muni kaupa síðasta skammtinn af ríkisskuldabréfum í lok mánaðar í næstu viku. Eftir það muni ljúka þessum stuðningi hins opinbera við banka og fjármálafyrirtæki þar í landi sem varað hefur síðastliðin þrjú ár. 23.6.2011 08:00
Seðlabankinn íhugar að vísa dagsektum til dómtóla Seðlabankinn íhugar nú hvort óhjákvæmilegt sé fyrir bankann að vísa til dómstóla dagsektum sem úrskurðað var að bankinn skyldi greiða. Það var áfrýjunarnefnd samkeppnismála sem ákvað að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um dagsektir skyldu standa þar sem bankinn hafði hafnað því að veita eftirlitinu umbeðnar upplýsingar um útlán banka og sparisjóða. 23.6.2011 07:51
Allt mun fara í opnu söluferli Landsbankinn ætlar að bjóða til sölu allar eignir sem hann hefur fengið við yfirtöku eins fljótt og unnt er í opnu og gegnsæju söluferli á almennum markaði. Skilyrði er þó sett um það að salan brjóti ekki gegn lögvörðum hagsmunum viðskiptavina bankans. 23.6.2011 06:00
Breskir bankamenn óttast tillögurnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. 23.6.2011 05:00
Snúa sér til Evrópu Talið er að kínversk stjórnvöld hafi dregið úr kaupum á bandarískum ríkisskuldabréfum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og séð hag sínum borgið með kaupum á evrópskum ríkisskuldabréfum. 23.6.2011 00:00
Plastiðjan höfðar mál á hendur Sp-fjármögnun Plastiðjan hefur höfðað mál á hendur Sp-fjármögnun vegna endurútreiknings á lánssamningi, sem hún segir vera byggðan á röngum forsendum. Niðurstaða dómsins mun hafa ríkt fordæmisgildi, segir lögmaður Plastiðjunnar. 22.6.2011 19:30
Ákærður fyrir stórfelld umboðssvik Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur ákært Viggó Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu Sparisjóðanna, fyrir stófelld umboðssvik. 22.6.2011 18:37
Fullnustueignir auglýstar og boðnar til sölu á almennum markaði Landsbankinn birtir í dag nýja stefnu um sölu og ráðstöfun fullnustueigna bankans. Í tilkynningu frá bankanum segir að stefnan sé hluti af innleiðingu sjónarmiða samfélagslegrar ábyrgðar í rekstri Landsbankans. „Landsbankinn kynnti aðgerðalista í febrúar og eitt af loforðum á listanum var að tryggja opið og gagnsætt söluferli allra fullnustueigna bankans. Með því að birta og innleiða stefnu um sölu fullnustueigna er bankinn að efna það loforð.“ 22.6.2011 15:00
Picasso verk seldist á milljarða á uppboði Málverk eftir meistarann Picasso seldist í gær á uppboði í London fyrir þrettán og hálfa milljón punda, eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Háskólinn í Sidney nýtur góðs af sölunni en verkið var gefið skólanum á síðasta ári. Sá sem gaf þessa rausnarlegu gjöf vill ekki koma fram undir nafni en söluandvirðið verður notað til þess að rannsaka offitu. 22.6.2011 09:52
Áherslubreytingar OR kynntar á opnum ársfundi Orkuveita Reykjavíkur heldur í fyrsta sinn opinn ársfund, og fer hann fram á morgun milli klukkan 14.00 og 16.00. Ástæða þess að fundurinn er öllum opinn er til að auka gegnsæi í starfseminni og stuðla að upplýstri umræðu um málefni þess. Þess er þó krafist að fólk skrái mætingu á vef Orkuveitunnar. Á fundinum verða kynntar áherslubreytingar í rekstri, skipulagi og þjónustu OR, drög að nýrri eigendastefnu fyrir fyrirtækið og staða úttektar eigenda á tildrögum fjárhagsvanda fyrirtækisins. Ársskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2010 og Umhverfisskýrslu 2010 verður dreift á fundinum á rafrænu formi og verða þær aðgengilegar á vef OR eftir fund. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur. 22.6.2011 09:32
Qantas fær skaðabætur frá Rolls Royce Ástralska flugfélagið Qantas hefur komist að samkomulagi við vélaframleiðandann Rolls Royce, sem smíðaði hreyflana í Airbus þotur félagsins en einn slíkur sprakk á flugi á síðasta ári. 22.6.2011 08:49
Starfsmenn Klafa boða til verfalls Starfsmenn þjónustufyrirtækisins Klafa, sem sér um upp- og útskipun fyrir álver Norðuráls og Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga samþykktu með öllum greiddum atkvæðum að boða til verkfalls fimmta júlí, ef ekki semst fyrir þann tíma. 22.6.2011 08:44
Verðbólga eykst fram á haustið Greiningardeild Arion banka býst við verðbólgukúfi fram eftir hausti og gerir ráð fyrir að hún fari í 5,2 prósent í september. Deildin gerir ráð fyrir að verðbólga fari úr 3,4 prósentum í maí í 4,3 prósent nú. 22.6.2011 08:00
Byr átti að skila ársuppgjöri í mars „Það tekur langan tíma að búa til fyrsta ársreikninginn eftir svona mikil umskipti. Það er umfangsmeira verk en alla jafna,“ segir Jón Finnbogason, forstjóri Byrs. 22.6.2011 06:00
Kreditkort ætlar að kæra til áfrýjunarnefndar Kreditkort ætlar að kæra til áfrýjunarnefndar neytendamála þá niðurstöðu Neytendastofu að framkvæmd greiðsludreifingar sem korthöfum hefur verið boðið upp á frá 1991 brjóti i bága við ákvæði laga um neytendalán. 21.6.2011 20:56
Uppgjörið við hrunið hér á landi án fordæma í heiminum Stjórnarformaður Bakkavarar gagnrýnir bæði rannsóknaraðila bankahrunsins og rannsóknarskýrslu alþingis harkalega. Hann segir uppgjörið við hrunið hér á landi án fordæma í heiminum. 21.6.2011 19:00