Viðskipti innlent

Fjárhagsmálefni OR rannsökuð

Borgarráð hefur skipað úttektarnefnd til að kanna þá þætti sem leiddu til núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins.fréttablaðið/róbert
Borgarráð hefur skipað úttektarnefnd til að kanna þá þætti sem leiddu til núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins.fréttablaðið/róbert
Borgarráð hefur skipað úttektarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Rannsaka á þá þætti sem leiddu til núverandi fjárhagsstöðu fyrirtækisins.

Mun úttekt nefndarinnar beinast sérstaklega að því að skoða hvernig staðið var að mikilvægum skuldbindandi ákvörðunum, þar á meðal aðkomu eigenda, stjórnar og stjórnenda að þessum ákvörðunum. Úttektin mun enn fremur beinast að vinnubrögðum stjórnar, forstjóra og framkvæmdastjórnar og samvinnu þeirra á milli. Þá verða ýmsir þættir innra eftirlits fyrirtækisins metnir og áhættustýring þess skoðuð. Kemur þetta fram í erindisbréfi úttektarnefndarinnar.

Markmiðið er að skýra aðdraganda og orsakir stöðu rekstrar Orkuveitu Reykjavíkur og mun úttektarnefndin gera grein fyrir niðurstöðum sínum í skýrslu til eigenda Orkuveitu Reykjavíkur sem áætlað er að verði tilbúin fyrir 1. mars 2012.

Margrét Pétursdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs Ernst & Young, verður formaður nefndarinnar og með henni sitja Ása Ólafsdóttir lögfræðingur og Ómar Hlynur Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.- kóp





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×