Viðskipti innlent

Actavis hafði sigur í hæstarétti Bandaríkjanna

Actavis, ásamt tveimur öðrum alþjóðlegum samheitalyfjafyrirtækjum, hafði sigur í máli fyrir hæstarétti Bandaríkjanna.  Rétturinn dæmdi þessum fyrirtækjum í vil í dómsmáli um hvort hægt væri að lögsækja þau fyrir héraðsdómstólum í Bandaríkjunum fyrir ófullnægjandi upplýsingar um hliðarverkanir lyfja þeirra.

Í frétt um málið á Reuters segir að fimm af níu dómurum hæstiréttur Bandaríkjanna hafi dæmt fyrirtækjunum í vil og er dómurinn í samræmi við annan dóm réttarins sem kveðinn  var upp árið 2009. Hin fyrirtækin eru Teva  og Mylan.

Hvað mál Actavis varðar hafði Julie Demahy lögsótt Actavis vegna þess að ekki var aðvörun um hættu á taugatruflunum á umbúðum lyfsins metocloppramide sem notað er gegn brjóstsviða og ógleði. Upphaflegt nafn þessa lyfs er Reglan.

Actavis bar því við að FDA, bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin, hefði þegar samþykkt upprunalyfið og að samkvæmt alríkislögum í Bandaríkjunum væri samheitalyfjum skylt að hafa sömu merkingar og eru á upprunalyfjunum. Það var síðan árið 2009 sem FDA breytti sinni niðurstöðu og ákvað að fyrrgreind aðvörun ætti að vera á þessu lyfi.

Demahy, og önnur kona sem lögsótt hafði öll samheitalyfjafyrirtækin þrjú, hafði notið stuðnings stjórnar Baracks Obama Bandaríkjaforseta fyrir málsóknum sínum.

Í úrskurði meirihluta réttarins segir að í málum sem þessum eigi alríkislög að hafa forgang fram yfir löggjöf einstakra ríkja í Bandaríkjunum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×