Viðskipti erlent

Draghi ráðinn seðlabankastjóri ECB

Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ákveðið að Mario Draghi verði næsti seðlabankastjóri evrópska seðlabankans (ECB). Þetta var ákveðið á fundi leiðtoganna sem nú stendur yfir í Brussel.

Draghi starfar sem stendur sem seðlabankastjóri Ítalíu en hann mun taka við hinu nýja starfi sínu þann 1. nóvember næstkomandi þegar Jean Claude Trichet lætur af störfum

Mario Draghi, sem er 63 ára gamall, er menntaður hagfræðingur frá MIT og hefur áður unnið hjá Alþjóðabankanum og Goldman Sachs. Þá er hann formaður fjármálastöðugleikanefndar ESB.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×