Fleiri fréttir

OECD mælir með óbreyttu kvótakerfi

Efnahags- og framfarastofnunin OECD mælir með að ekki verði hróflað við núverandi kvótakerfi hér á landi, heldur verði auðlindagjaldið hækkað. Það sé vænlegra til að tryggja að fiskveiðikerfið verði áfram arðbært, skilvirkt og sjálfbært, fremur en að stjórnvöld láti undan þrýstingi almennings um grundvallarbreytingar á stjórnun fiskveiða hér við land, breytinganna vegna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem fjallar almennt um landshagi og framtíðarmöguleika hér á landi. Kynning á skýrslunni hófst nú klukkan tíu í innanríkisráðuneytinu.

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan júní 2011 er 109,9 stig sem er hækkun um 2,3% frá fyrri mánuði. Þar af vegur þyngst 6,7% hækkun launa vegna kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands sem undirritaðir voru 5. maí 2011. Vísitalan gildir í júlí 2011. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 7,6%.

Kísilfélagi tókst ekki að uppfylla fyrirvara

Íslenska kísilfélaginu, sem hyggst reisa kísilver í Helguvík, tókst ekki fyrir tilskilinn frest þann 15. júní að uppfylla fyrirvara sem voru í samningum um verkefnið og hefur neyðst til að biðja um lengri frest. Ekkert bólar á framkvæmdum.

Lady Blunt seldist fyrir metfé

Lady Blunt, ein þekktasta Stradivarius fiðla heimsins,var seld á uppboði fyrir metfé í dag eða yfir 1,8 milljarða kr. Fyrirfram var búist við að fiðlan yrði seld á yfir 1,1 milljarð kr. sem raunar einnig hefði verið metfé fyrir Stradivarius fiðlu.

Seðlabankinn gæti hagnast um hundruð milljóna

Seðlabanki Íslands hefur sett hámarksverð við gjaldeyriskaup í seinni legg fyrsta gjaldeyrisútboðs bankans. Það merkir að bankinn gæti fengið hundruð milljóna í hreinan hagnað af útboðinu ef þátttaka er góð.

Hækkanir á íbúðaverði hafa mikil áhrif á verðbólguna

Verðþróun íbúðarhúsnæðis setur umtalsvert mark á verðbólguna í landinu en á milli maí og apríl hækkaði íbðaberð um 2,7 prósent og er það mesta hækkun sem mælst hefur frá því fyrir bankahrun. Fjallað er um íbúðaverð í Morgunkorni Íslandsbanka og þar segir að verðhækkunin sé þannig ekki „eins mikil gjöf og hún virðist í fyrstu fyrir íbúðaeigendur sem skulda verðtryggt en þannig eru jú flestir íbúðaeigendur.“

Grikkir fá ekkert frá evruþjóðunum í bili

Fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa frestað ákvörðun sinni um frekari lánveitingar til handa Grikkjum. Evran lækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun við þessi tíðindi en búist hafði verið við ákvörðuninni um helgina. Þess í stað tilkynntu ráðherrarnir að ekkert verði af frekari lánveitingum fyrr en Grikkir ákveði um frekari niðurskurð.

Þekktur kjóll Marilyn Monroe sleginn á hálfan milljarð

Kjóll sem að Hollywood goðsögnin Marilyn Monroe klæddist í kvikmyndinni The Seven Year Itch var seldur á uppboði í gærkvöldi fyrir metupphæð. Kjóllinn seldist á 4,6 milljónir dollara eða tæpar 540 milljónir króna. Monroe þótti standa sig afar vel í umræddri mynd Billys Wilder sem er frá árinu 1955.

Ætla að stefna ríkinu vegna þjóðnýtingar Glitnis

Hópur fólks sem tapaði milljörðum á kaupum hlutabréfa í Glitni vikuna fyrir þjóðnýtingu bankans hyggst stefna ríkinu. Hópurinn segist hafa rændur þar sem ráðamönnum hafi verið grafalvarleg staða bankakerfisins ljós en engu að síður leyft kaup og sölu á hlutabréfum í bankanum.

Dýrt að verjast árásum tölvuþrjóta

Árásir skemmdarvarga í tölvuheimum hleypa upp kostnaði við rekstur þeirra, segir Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, hann segir vel hægt að verjast slíkum árásum en það sé dýrt. Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi japanska fyrirtækisins Sega um helgina.

Segja enga ástæðu til að örvænta

Olíuframleiðsla Norðmanna dróst saman um 9,4 prósent í fyrra og hefur nú dregist saman í níu ár í röð. Þetta kemur fram í ársskýrslu olíurisans BP sem Dagens Næringsliv sagði frá í vikunni.

Landsmótið gríðarleg innspýting

„Þetta verður gríðarleg innspýting í hið skagfirska hagkerfi,“ segir ferðamálafulltrúi Skagafjarðar en þar er nú verið að undirbúa eitt stærsta mannamót landsins þetta árið - Landsmót hestamanna - sem varð að slá af í fyrra vegna hrossapestarinnar.

Styðja Háskólann í Reykjavík um 200 milljónir

Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins og Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun hafa ákveðið styðja við og efla háskólastarf á Íslandi með 200 milljón króna framlagi til Háskólans í Reykjavík. Þetta kom fram í ávarpi Ara Kristins Jónssonar, rektors skólans, við útskriftarathöfn HR sem haldin var í Hörpu í dag.

Gæfa Íslands að vera utangarðs

„Gæfa Íslands var sú að það uppfyllti ekki skilyrði fyrir björgun úr vandanum,“ skrifar Ásgeir Jónsson hagfræðingur í grein sem birtist á vef Wall Street Journal í fyrradag.

Evran betri en kanadadollar

Að mati aðalhagfræðings Seðlabankans er evran heppilegust ef íslendingar ákveða að reka fastgengisstefnu gagnvart öðrum gjaldmiðli. Hann segir Íslendinga ekki eiga nógu mikil viðskipti við Kanadamenn til að dollarinn sé betri.

Milljarðar fara í útrunna þjónustusamninga ráðuneytanna

Tæpur þriðjungur allra skuldbindandi rekstrar- og þjónustusamninga sem ráðuneytin hafa gert eru útrunnir. Samtals nema skuldbindingar ríkisins vegna þeirra um 33 milljörðum króna á tímabilinu 2011-14. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Á þessu ári munu samtals tæplega 40 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til ýmissa verkefna sem samtök, einakaðilar eða sveitarfélög sinna samkvæmt svokölluðum skuldbindandi rekstrar- og þjónustusamningum við ráðuneytin. Af samtals 116 slíkum samningum eru 33 nú útrunnir, þ.e. um 28%, þótt haldið sé áfram að starfa og greiða samkvæmt þeim. Um er að ræða samninga sem heyra undir fjögur ráðuneyti: mennta- og menningarmála-, innanríkis-, velferðar- og utanríkisráðuneyti. Samningar annarra ráðuneyta eru enn í gildi. Alls nema skuldbindingar ríkisins vegna útrunninna samninga um 33 milljörðum króna á tímabilinu 2011-14. Í nýrri ábendingu Ríkisendurskoðunar kemur fram að stofnunin telur óviðunandi að unnið sé samkvæmt útrunnum rekstrar- og þjónustusamningum. Mikilvægt sé að þeir verði endurnýjaðir sem fyrst og eldri samningar gerðir upp. Þá þurfi ráðuneytin að tryggja að Ríkisendurskoðun berist ávallt afrit rekstrar- og þjónustusamninga og ársreikninga sem tengjast þeim. Mennta- og menningarmálaráðuneyti sker sig úr vegna fjölda útrunninna samninga en 26 af samtals 44 samningum þess eru útrunnir eða tæp 60%. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu vinnur það nú að endurnýjun þessara samninga

Seðlabankinn vill kaupa evrur - liður í losun gjaldeyrishafta

Seðlabankinn Íslands tilkynnti í gær að hann bjóðist til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfi. Útboðið er liður í losun gjaldeyrishafta. Alls býðst seðlabankinn til að kaupa sextíu og fjórar milljónir evra en markmið þessara aðgerða er að endurheimta þann gjaldeyri sem Seðlabankinn nýtti til kaupa aflandskrónum í útboði. Krónurnar verða svo seldar til aðila sem tilbúnir eru til að eiga þær í minnst fimm ár. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum stuðlar aðgerðin þannig jafnframt að því að fjármagna ríkissjóð á hagkvæman hátt til langs tíma og draga þannig úr endurfjármögnunarþörf á meðan losað er um gjaldeyrishöft.

Opnar útikaffihús við Arnarnesvog

Nú um helgina og næstu helgi verður starfrækt útikaffihús við sjávarsíðuna í Garðabæ. Það eru aðstandendur veitingastaðarins Himinn og haf sem standa að baki kaffihúsinu. Aðstandendur kaffihússins hafa fengið lóðinni, þar sem útikaffihúsið stendur, úthlutað og munu byggja veitingahús á staðnum.

Ný skýrsla frá AGS

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag nýja skýrslu um endurbætur á íslenska skattkerfinu.

Árni Pétur kaupir 10-11

Arion banki gekk í dag frá sölu á verslunarkeðjunni Tíu-ellefu til félags í eigu Árna Péturs Jónssonar.

Ríkið semur við flugfélögin

Ríkiskaup, fyrir hönd Fjármálaráðuneytis og aðila að rammasamningakerfi ríkisins, hafa gert rammasamning um millilandaflugfargjöld. Samið var við Iceland express og Icelandair.

Eignir Skúla, Hreiðars og Magnúsar kyrrsettar

Búið er að kyrrsetja eignir Skúla Þorvaldssonar, Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Meðal eigna sem hafa verið kyrrsettar eru í Lúxemborg. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Áður hafði Morgunblaðið greint frá kyrrsetningunum en mennirnir voru þá ekki nafngreindir.

Hagnast um 389 milljónir

Upplýsingatæknifyrirtækið Skýrr hagnaðist um 389 milljónir króna í fyrra samanborið við 362 milljóna króna tap árið á undan.

Íslensk skip landa minni afla

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 10% minni en í maí 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 7% miðað við sama tímabil 2010, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 43.421 tonnum í maí 2011 samanborið við 73.550 tonn í maí 2010. Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Botnfiskafli dróst saman um tæp 1.250 tonn samanborið maí 2010 og nam 37.600 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 17.300 tonn, sem er aukning um 3.600 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam 4.600 tonnum sem er um 2.600 tonnum minni afli en í maí 2010. Karfaaflinn jókst um rúm 1.600 tonn samanborið við maí 2010 og nam 4.100 tonnum. Tæp 5.600 tonn veiddust af ufsa sem er um 1.650 tonnum meiri afli en í maí 2010. Mikill samdráttur varð í veiði á úthafskarfa og öðrum botnfiskafla samanborið við maí 2010. Engum uppsjávarafla var landað í maí síðastliðnum samanborið við tæplega 29.000 tonna afla í maí 2010. Flatfiskaflinn var rúm 3.200 tonn í maí 2011 sem er svipaður afli og í maí 2010. Skel- og krabbadýraafli nam um 1.400 tonnum samanborið við tæplega 1.700 tonna afla í maí 2010.

Lindex opnar á Íslandi

„Við erum ekki þekkt fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Albert Þór Magnússon, en hann hyggst færa Íslendingum sænsku verslanakeðjuna Lindex ásamt konu sinni, Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur. Verslunin verður opnuð í 450 fermetra plássi í Smáralindinni í nóvember.

Ráðuneytið skiptir sér ekki af sölu Byrs

Fjármálaráðuneytið hefur ekki kallað sérstaklega eftir upplýsingum um aðkomu fyrirtækisins Arctica Finance að sölunni á Byr sparisjóði. „Nei, mér er ekki kunnugt um það," segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins.

Forstjórinn vill stækka Actavis

Actavis þarf að þrefaldast að umfangi á næstu þremur árum áður en það verður skráð á hlutabréfamarkað eða sameinað öðru samheitalyfjafyrirtæki. Þetta segir Claudio Albrecht, forstjóri fyrirtækisins, í viðtali við Bloomberg-fréttaveituna.

Afnám gjaldeyrishaftanna í fullum undirbúningi

Seðlabankastjóri segir næstu skref í afnámi gjaldeyrishaftanna í fullum undirbúningi. Hann segir að skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs í síðustu viku merki að hægt sé að fara mun hraðar í afnámið en ella.

Lítilsháttar aukning í veltu dagvöruverslana

Velta í dagvöruverslun jókst um 1,1% á föstu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra og um 2,0% á breytilegu verðlagi. Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í maí um 1,9% frá sama mánuði í fyrra og verð á dagvöru hefur hækkað um 0,9% á síðastliðnum 12 mánuðum.

Ársskýrsla Skýrr í þrívídd

Velta fyrirtækjanna sem mynda samstæðu Skýrr ehf. var liðlega 22 milljarðar króna á árinu 2010. Í afkomutilkynningu frá samstæðunni segir að EBITDA framlegð af reglubundnum rekstri þessara félaga hafi verið 790 milljónir króna og afkoma eftir skatta var um 390 milljónir króna. Skýrr gefur nú út ársskýrslu eftir nokkurt hlé og var bryddað upp á því nýmæli að hafa skýrsluna í þrívídd. Skýrsluna má nálgast á skrifstofu Skýrr ásamt þrívíddargleraugum en einnig má finna hana hér.

Enn berjast athafnamenn: Wessman hafði betur í Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands snéri í dag frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur,sem féllst á frávísunarkröfu Novator í maí síðastliðnum í skuldamáli sem athafnamaðurinn Róbert Wessman höfðaði gegn fyrirtækinu, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Flugvirkjar í þriggja daga verkfall á mánudag

Flugvirkjar ætla að leggja niður störf í þrjá sólarhringa frá og með miðnætti á mánudag í næstu viku verði ekki búið að semja í kjaradeilu þeirra við Icelandair. Deiluaðilar ætla að funda á morgun en haft er eftir Óskari Einarssyni, formanni Flugvirkjafélags Íslands, í Fréttablaðinu í dag að hlutirnir séu að þokast í rétta átt. Miklar tafir urðu á flugáætlun Icelandair í síðustu viku þegar flugvirkjar lögðu tímabundið niður störf.

Arion banki endurreiknar 2000 ólögmæt lán

Arion Banki hyggst endurreikna öll þau lán sem kveða á um sömu efnisatriði og Hæstiréttur hefur í nýlegum dómum sínum talið ólögmæt. Um tvö þúsund lán er að ræða samkvæmt tilkynningu frá bankanum. Arion banki stefnir að því að ljúka endurútreikningi í október en niðurstaðan verður kynnt lánþegum eins fljótt og auðið er.

Nordea bankinn semur við Nýherjafélag

Hugbúnaðarfélagið Applicon, sem er hluti af Nýherjasamstæðunni, hefur lokið innleiðingu á PeTra hugbúnaðarlausn hjá Nordea, einum stærsta banka Norðurlanda.

Gengi krónu lækkar enn

Krónan hefur ekki verið jafn veik gagnvart helstu viðskiptamyntum síðan í lok maí á síðasta ári. Gengi krónunnar hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum og stóð gengisvísitalan í morgun í 219 stigum. Þar með er hún rúmlega 5% veikari en um síðustu áramót. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að á sama tímabili í fyrra var þessu öfugt farið en þá styrktist krónan um rúm 8% miðað við gengisvísitöluna, það er fór úr rúmum 233 stigum í tæp 216 stig. Samkvæmt Morgunkorninu má að hluta til rekja þessa þróun á veikingu á gengi evrunnar á þessum tíma en svo virðist sem máttur krónunnar sé fremur lítill um þessar mundir og þar með að krónan sé sjálf undir töluverðum lækkunarþrýstingi.

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.

Viðskiptavinir geta losnað við FIT kostnaðinn

Íslandsbanki býður viðskiptavinum sínum aukna þjónustu með því að veita þeim svigrúm til þess að lagfæra færslur sem hafa lent á FIT. Viðskiptavinir geta skráð FIT viðvörun í Netbanka og fengið tölvupóst eða SMS ef þeir fara yfir á reikningnum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Segir Kaupþingsmenn hafa teiknað upp "Project Polo“

Jón Ásgeir Jóhannesson segir að forsvarsmenn Kaupþings hafi teiknað upp viðskiptafléttuna sem fól í sér að Baugur keypti hlutabréf í sjálfum sér fyrir fimmtán milljarða af stjórnendum félagsins. Þetta kemur fram í greinargerð hans í skaðabótamáli sem skiptastjóri Baugs hefur höfðað vegna milljarðanna fimmtán.

Karfinn veiðist vel

Mokveiði er á úthafskarfamiðunum djúpt úti á Reykjaneshrygg þar sem átta íslenskir og 25 erlendir togarar eru á veiðum. Afli íslensku togarnna fer upp í 50 tonn á sólarhring, en frystigeta skipanna er yfirleitt ekki meiri.

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna varar við nýrri kreppu

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varar við nýrri efnhagskreppu. Hann segir lánshæfismat Bandaríkjanna í hættu ef þingmenn koma sér ekki saman um fjárlög og nái að stoppa upp í gríðarlega stórt gat í fjárlögum landsins.

Atvinnuleysi 7,4 prósent í apríl

Atvinnuleysi á Íslandi mældist 7,4 prósent í apríl og lækkaði um 0,7 prósent milli mánaða. Þá er atvinnuleysið 0,9 prósentum minna en á sama tíma í fyrra.

Þrjú færeysk félög á aðallista

Engar breytingar verða á samsetningu OMX Iceland 6-hlutabréfavísitölunnar, sem tekur gildi um mánaðamótin. Í vísitölunni eru sex skráð fyrirtæki sem mest er verslað með á hlutabréfamarkaði.

Þingnefnd ræðir stöðu banka

Ársskýrslur Íslandsbanka og Landsbanka Íslands voru til umræðu á fundi viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fulltrúar bankanna fóru yfir afkomu þeirra og stöðuna eftir fyrsta ársfjórðung.

Sjá næstu 50 fréttir