Viðskipti erlent

Olíuverð í frjálsu falli eftir samræmda aðgerð IEA

Heimsmarkaðsverð á olíu er í frjálsu falli þessa stundina og hefur verðið á Brent olíunni lækkað um 6,5 dollara í dag. Stendur verðið nú í 107,80 dollurum á tunnuna. Það er samræmd aðgerð á vegum Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) sem valdið hefur þessum lækkunum.

IEA hefur tilkynnt að stofnunin hafi sett á markaðinn 60 milljónir tunna af olíu af alþjóðlegum neyðarbirgðum sínum. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögunni sem IEA gerir slíkt en aðgerðin var samræmd í samvinnu stjórnvalda bæði í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að IEA hafi ákveðið að setja þetta magn af olíu á markaðinn til að vega upp á móti þeirri minnkun sem orðið hefur á olíuframleiðslu heimsins vegna ástandsins í Líbýu. Nobuo Tanaka forstjóri IEA segir að aðgerð Þeirra hafi verið nauðsynleg þar sem hátt olíuverð ógni nú efnahag allra landa í heiminum.

Fyrir utan Brent olíuna og hefur bandaríska léttolían lækkað um 4 dollara í dag og stendur í 91 dollar á tunnuna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×