Viðskipti innlent

Yfir 100 danskir minkabændur hafa áhuga á Íslandi

Yfir 100 danskir minkabændur sóttu kynningarfund á Jótlandi í þessum mánuði þar sem þeim voru kynntir möguleikarnir á að fjárfesta í minkarækt á Íslandi.

Fjallað er um málið á vefsíðu Íslandsstofu. Þar kemur fram að stór hópur af dönskum minkabændum er að skipuleggja könnunarferð til Íslands í haust en ein dönsk hjón hafa þegar fjárfest í minkabúi í Skagafirði.

Fundurinn var haldinn í Holsterbro á Jótlandi en ráðgjafarfyrirtækin Heden og Fjorden sáu um skipulagingu hans. Þórður Hilmarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu hélt erindi á fundinum um möguleikana í íslenskri minkarækt. Þar kom fram að lítill framleiðslukostnaður og mikil gæði íslenskra minkaskinna geri ræktin eina þá hagstæðustu í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×