Ástarbréf Seðlabankans voru þyngsta höggið í hruninu 23. júní 2011 09:43 Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkuð ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu. Segir stofnunin að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun sem var þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka. Var þar verið að veðja á að bankarnir kæmust í gegnum storminn. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að tap vegna þessara lána og skuldabréfa bankanna sem ríkissjóður átti nam 12,9% af landsframleiðslu og þar af var 11,1 prósenta vegna lána Seðlabankans. Til viðbótar er kostnaður vegna innlánstrygginga metið á 1,5% af landsframleiðslu. Þegar við er bætt hreinum kostnaði við endurfjármögnun bankakerfisins upp á 3,8% af landsframleiðslu og kostnaði við endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs upp á 2,1% af landsframleiðslu fer matið á beinum kostnaði ríkisins vegna bankahrunsins upp í 20% af landsframleiðslu. Írska ríkið trónir á toppnum í þessum samanburði með kostnað upp á 49% af landsframleiðslu og á eftir okkur kemur Holland með kostnað upp á 12% af landsframleiðslu. Kemur þetta fram í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál sem birt var fyrr í vikunni. OECD bendir á að hrunið sýni mikilvægi þess að skuldastaða ríkissjóðs sé góð. Slíkt gerir ríkissjóði kleift að mæta óvæntum efnahagslegum áföllum. Fyrir hrun var skuldastaða íslenska ríkisins afar góð í alþjóðlegum samanburði en hreinar skuldir voru nánast engar. Var búið að lækka skuldir með m.a. sölu ríkiseigna og rekstrarafgangi. Stór hluti tekna ríkissjóðs byggði hins vegar á hinu ofvaxna bankakerfi, gríðarlegum viðskiptahalla og almennt af þenslunni í hagkerfinu. Tekjuhlið ríkisfjármála skrapp því hratt saman í hruninu á sama tíma og útgjöld jukust til muna, þá m.a. vegna atvinnuleysis og vaxtakostnaðar. Fóru ríkisfjármálin úr afgangi árið 2007 í halla upp á 10% af landsframleiðslu árið 2009 og aðallega vegna samdráttar í tekjum. Þessi mikli halli ásamt taps vegna erlendra skulda juku hreinar skuldir ríkissjóðs úr því að vera nálægt engar í lok árs 2007 í að vera 40% af landsframleiðslu í lok árs 2009. Aukningin í heildarskuldum ríkissjóðs var 30 prósentustigum meiri þar sem ráðist var í verulegar lántökur til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans og til að endurfjármagna bankanna. Tölur þessar innihalda ekki kostnaðinn vegna Icesave en OECD telur að hann geti orðið um 3% af landsframleiðslu. Að mati OECD er ríkissjóður á réttri leið með að draga úr fjárlagahallanum sem áætlaður er undir 3% af landsframleiðslu í ár. Reiknar stofnunin með smávægilegum afgangi árið 2013 og að þá verði farið að vinda ofan af þeim skuldum sem söfnuðust í hruninu. Telur OECD að markmið ríkisfjármála um að heildarskuldir haldist innan við 60% af landsframleiðslu geti verið í höfn árið 2020. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkuð ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu. Segir stofnunin að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun sem var þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka. Var þar verið að veðja á að bankarnir kæmust í gegnum storminn. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að tap vegna þessara lána og skuldabréfa bankanna sem ríkissjóður átti nam 12,9% af landsframleiðslu og þar af var 11,1 prósenta vegna lána Seðlabankans. Til viðbótar er kostnaður vegna innlánstrygginga metið á 1,5% af landsframleiðslu. Þegar við er bætt hreinum kostnaði við endurfjármögnun bankakerfisins upp á 3,8% af landsframleiðslu og kostnaði við endurfjármögnun Íbúðalánasjóðs upp á 2,1% af landsframleiðslu fer matið á beinum kostnaði ríkisins vegna bankahrunsins upp í 20% af landsframleiðslu. Írska ríkið trónir á toppnum í þessum samanburði með kostnað upp á 49% af landsframleiðslu og á eftir okkur kemur Holland með kostnað upp á 12% af landsframleiðslu. Kemur þetta fram í skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál sem birt var fyrr í vikunni. OECD bendir á að hrunið sýni mikilvægi þess að skuldastaða ríkissjóðs sé góð. Slíkt gerir ríkissjóði kleift að mæta óvæntum efnahagslegum áföllum. Fyrir hrun var skuldastaða íslenska ríkisins afar góð í alþjóðlegum samanburði en hreinar skuldir voru nánast engar. Var búið að lækka skuldir með m.a. sölu ríkiseigna og rekstrarafgangi. Stór hluti tekna ríkissjóðs byggði hins vegar á hinu ofvaxna bankakerfi, gríðarlegum viðskiptahalla og almennt af þenslunni í hagkerfinu. Tekjuhlið ríkisfjármála skrapp því hratt saman í hruninu á sama tíma og útgjöld jukust til muna, þá m.a. vegna atvinnuleysis og vaxtakostnaðar. Fóru ríkisfjármálin úr afgangi árið 2007 í halla upp á 10% af landsframleiðslu árið 2009 og aðallega vegna samdráttar í tekjum. Þessi mikli halli ásamt taps vegna erlendra skulda juku hreinar skuldir ríkissjóðs úr því að vera nálægt engar í lok árs 2007 í að vera 40% af landsframleiðslu í lok árs 2009. Aukningin í heildarskuldum ríkissjóðs var 30 prósentustigum meiri þar sem ráðist var í verulegar lántökur til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans og til að endurfjármagna bankanna. Tölur þessar innihalda ekki kostnaðinn vegna Icesave en OECD telur að hann geti orðið um 3% af landsframleiðslu. Að mati OECD er ríkissjóður á réttri leið með að draga úr fjárlagahallanum sem áætlaður er undir 3% af landsframleiðslu í ár. Reiknar stofnunin með smávægilegum afgangi árið 2013 og að þá verði farið að vinda ofan af þeim skuldum sem söfnuðust í hruninu. Telur OECD að markmið ríkisfjármála um að heildarskuldir haldist innan við 60% af landsframleiðslu geti verið í höfn árið 2020.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira