Viðskipti innlent

Stjórnendur draga óvænt úr verðbólguvæntingum

Stjórnendur á meðal stærstu fyrirtækja landsins vænta þess nú að vísitala neysluverðs muni hækka um 3,9% yfir næstu 12 mánuði. Þetta má sjá í niðurstöðum könnunar Capacent Gallup sem Samtök atvinnulífisins birti í gær. Hefur því dregið aðeins úr verðbólguvæntingum stjórnenda frá því að síðasta könnun var gerð, sem var í mars síðastliðnum, en þá bjuggust þeir við að árstaktur verðbólgu yrði 4,2%.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að það að stjórnendur vænti nú minni verðbólgu kemur okkur nokkuð á óvart þar sem verðbólgan hefur aukist frá því í mars og flestir greiningaraðilar hér á landi, ef ekki allir, hafa spáð því að verðbólgan komi til með að aukast enn frekar á næstunni.

Auk þess hafa fréttir um áhrif kjarasamningsbundna launahækkana á verðbólgu verið nokkuð fyrirferðamiklar í fjölmiðlum landsins frá því þeir voru lágu fyrir sem var snemma í maí og hefði mátt ætla að það hefði haft nokkur áhrif afstöðu þeirra, en svo virðist ekki vera.

Minni verðbólguvæntingum stjórnenda eru engu að síður jákvæð tíðindi. Þannig geta minni  verðbólguvæntingar á meðal stjórnenda leitt til minni verðbólguþrýstings en ella þar sem seljendur innlendrar vöru og þjónustu hækka síður verð ef þeir búast við lítilli verðbólgu, að því er segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×