Plastiðjan höfðar mál á hendur Sp-fjármögnun Hugrún Halldórsdóttir skrifar 22. júní 2011 19:30 Plastiðjan hefur höfðað mál á hendur Sp-fjármögnun vegna endurútreiknings á lánssamningi, sem hún segir vera byggðan á röngum forsendum. Niðurstaða dómsins mun hafa ríkt fordæmisgildi, segir lögmaður Plastiðjunnar. Sp-fjármögnun var birt stefna í morgun vegna gengistryggðs bílaláns sem fyrirtækið Plastiðjan tók í janúar 2007. Málsóknin snýst fyrst og fremst um það hvort Sp-fjármögnun sé heimilt að endurútreikna lánasamninginn þannig að reiknaðir séu óverðtryggðir vextir Seðlabanka Íslands á höfuðstól þegar greiddra afborganna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, segir fyrirtækið hafa staðið í skilum allt frá fyrstu afborgun í mars 2007. „Undir slíkum kringumstæðum telja mínir umbjóðendur að það geti ekki staðist og að það sé beinlínis andstætt lögum að núna fjórum árum seinna sé verið að krefjast um greiðslur aftur í tímann miðað við seinni tíma endurútreikning," segir Einar Hugi. Annað atriði í málsókninni lítur að þeirri aðferðarfræði sem SP-fjármögnun beitir varðandi vaxtavexti, en Einar Hugi segir fyrirtækið leggja vaxtavexti við mánaðarlegar greiðslur inn á veltureikning. „Ég tel að þetta sé í brýnni andstöðu við skýr ákvæði í vaxtalögum sem segja skýrt að slíka vaxtavexti skuli leggja á einu sinni á ári, en ekki oftar. Þannig að um þetta verður tekist á í þessu dómsmáli einnig," segir hann. Einar Hugi telur brýnt að niðurstaða fáist fyrir dómstólum, hratt og vel, um réttmæti þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við endurútreikning bílalána. „Þetta mál mun vissulega hafa ríkt fordæmisgildi gagnvart öðrum að minnsta kosti hvað varðar endurútreikning hjá SP-fjármögnun," segir hann. Málið verður þingfest í fyrramálið, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Plastiðjan hefur höfðað mál á hendur Sp-fjármögnun vegna endurútreiknings á lánssamningi, sem hún segir vera byggðan á röngum forsendum. Niðurstaða dómsins mun hafa ríkt fordæmisgildi, segir lögmaður Plastiðjunnar. Sp-fjármögnun var birt stefna í morgun vegna gengistryggðs bílaláns sem fyrirtækið Plastiðjan tók í janúar 2007. Málsóknin snýst fyrst og fremst um það hvort Sp-fjármögnun sé heimilt að endurútreikna lánasamninginn þannig að reiknaðir séu óverðtryggðir vextir Seðlabanka Íslands á höfuðstól þegar greiddra afborganna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, segir fyrirtækið hafa staðið í skilum allt frá fyrstu afborgun í mars 2007. „Undir slíkum kringumstæðum telja mínir umbjóðendur að það geti ekki staðist og að það sé beinlínis andstætt lögum að núna fjórum árum seinna sé verið að krefjast um greiðslur aftur í tímann miðað við seinni tíma endurútreikning," segir Einar Hugi. Annað atriði í málsókninni lítur að þeirri aðferðarfræði sem SP-fjármögnun beitir varðandi vaxtavexti, en Einar Hugi segir fyrirtækið leggja vaxtavexti við mánaðarlegar greiðslur inn á veltureikning. „Ég tel að þetta sé í brýnni andstöðu við skýr ákvæði í vaxtalögum sem segja skýrt að slíka vaxtavexti skuli leggja á einu sinni á ári, en ekki oftar. Þannig að um þetta verður tekist á í þessu dómsmáli einnig," segir hann. Einar Hugi telur brýnt að niðurstaða fáist fyrir dómstólum, hratt og vel, um réttmæti þeirrar aðferðarfræði sem beitt er við endurútreikning bílalána. „Þetta mál mun vissulega hafa ríkt fordæmisgildi gagnvart öðrum að minnsta kosti hvað varðar endurútreikning hjá SP-fjármögnun," segir hann. Málið verður þingfest í fyrramálið, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira