Viðskipti innlent

Sala atvinnuhúsnæðis minnkar um 1,5 milljarð milli mánaða

Sala á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu minnkaði um 1,5 milljarð kr. milli apríl og maí í ár. Fasteignamat seldra eigna í maí nam rúmum 3 milljörðum kr. en í apríl nam matið rúmum 4,5 milljörðum kr.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár. Þar segir að í maí  var 37 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 48 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 3.083 milljónir króna en 714 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 16 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Á sama tíma voru 14 kaupsamningar um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skráðir í kaupskrá og 17 utan þess. Heildarupphæð samninga á höfuðborgarsvæðinu var 176 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 191 milljón króna. Heildarupphæð samninga utan höfuðborgarsvæðisins var 275 milljónir króna og fasteignamat þeirra eigna sem samningarnir fjölluðu um 255 milljónir króna. Af þessum samningum voru 6 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Í apríl 2011 var 49 skjölum (kaupsamningum og afsölum) um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 40 utan þess. Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var 4.586 milljónir króna en 639 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 18 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×