Viðskipti innlent

Verðbólga eykst fram á haustið

keypt í matinn Greiningardeild Arion banka spáir því að vöruverð muni hækka á næstunni. Fréttablaðið/vilhelm
keypt í matinn Greiningardeild Arion banka spáir því að vöruverð muni hækka á næstunni. Fréttablaðið/vilhelm
Greiningardeild Arion banka býst við verðbólgukúfi fram eftir hausti og gerir ráð fyrir að hún fari í 5,2 prósent í september. Deildin gerir ráð fyrir að verðbólga fari úr 3,4 prósentum í maí í 4,3 prósent nú.

Deildin hefur áður bent á að lítil innistæða sé fyrir þeim loforðum sem kjarasamningar hljóða upp á og muni mörg fyrirtæki sem ekki ráða við þá ýta álaginu áfram út í verðlag. Þá eru líkur taldar á því að kaupmenn muni jafnframt nýta tækifærið nú til flytja hærri rekstrarkostnað yfir á herðar neytenda og muni vöruverð því hækka meira en ella hefði mátt reikna með. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×