Fleiri fréttir

Gistinóttum á hótelum fækkaði um 6% í febrúar

Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 72.900 en voru 77.600 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fækkaði þó einungis á Höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi en fjölgaði í öðrum landshlutum.

Áframhaldandi bygging tónlistarhússins tryggð

Austurhöfn-TR hefur eignast félögin Portus og Situs, sem höfðu með höndum uppbyggingu Tónlistar - og ráðstefnuhússins (TR), ásamt byggingarrétti á allri lóðinni að Austurbakka 2 eftir að samningsskilmálar þar um hafa nú verið undirritaðir af Austurhöfn, NBI hf., skilanefnd Landsbanka Íslands hf., menntamálaráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjóra og Nýsi hf.

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun þegar bjartsýni fjárfesta jókst í kjölfar yfirlýsinga þjóðarleiðtoga á G20-fundinum í London um að grípa til róttækra aðgerða gegn efnahagskreppu heimsins.

Unnið að lausn krónueigna

Í skoðun er að erlendir krónubréfaeigendur fjárfesti í íslenskum stórfyrirtækjum fyrir tugi milljarða. Þannig yrði undið ofan af krónustöðum í Seðlabankanum.

Finnar vilja ekki markið aftur

„Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu.

Bankarnir stóðu ekki við sitt

Einn viðskiptabankanna þriggja sendi Seðlabankanum rangar upplýsingar um lausafjárstöðu sína á síðasta ári og tveir þeirra stóðu ekki við samkomulag sitt við evrópska seðlabankann frá vordögum í fyrra að draga úr endurhverfum viðskiptum við bankann.

Stýrivextir aldrei lægri á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 1,25 prósentum. Þótt stýrivextir á evrusvæðinu hafi aldrei verið lægri bundu fjárfestar vonir við að stýrivextir færu neðar.

Dow Jones yfir 8.000 stigin

Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauf átta þúsund stiga múrinn á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar. Lægst fór vísitalan í 6.547 stig fyrir tæpum mánuði. Hækkunin síðan þá nemur rúmum 22 prósentum.

Sparisjóður eykur stofnféð

Stofnfé Sparisjóðs Ólafsfjarðar hefur verið aukið, að hluta með skuldajöfnun þegar kröfu aðal­eiganda sjóðsins var breytt í stofnfé. Við þetta hækkaði eiginfjárhlutfall sparisjóðsisn upp fyrir lögbundið lágmark, að því er fram í tilkynningu.- jab

Peningastefnunefndin var einhuga

Peningastefnunefnd Seðlabankans var einhuga um að fara sér tiltölulega hægt í upphafi vaxtalækkunarferlisins og lækka stýrivexti úr 18% í 17% 19. mars. Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, bauð öðrum meðlimum peningastefnunefndarinnar að kjósa um tillöguna og samþykkti nefndin hana einhuga. Næsti vaxtaákvörðunarfundur verður 8. apríl.

Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum

Mikil uppsveifla var hlutabréfaviðskiptum í Bandaríkjunum í dag og hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur í í kauphöllinni á Wall Street í kvöld. Hækkunina má meðal annars rekja til að þess að Bandaríska reikningsskilaráðið aflétti ákveðnum reglum á fjármálafyrirtækjum.

Sýnir styrk og getu viðskiptabankanna

Landsbankinn, Íslandsbanki og Nýi Kaupþing banki komu sér saman í dag um lánveitingu til að tryggja áframhaldandi framkvæmdir við byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans segir að niðurstaðan sýni glögglega styrk og getu íslensku viðskiptabankanna til þess að takast á við og leysa úr flóknum og fjárfrekum viðfangsefnum.

Óvíst hvort Ólafur tapi sínum stærstu eigum

Það ræðst á næstu dögum og vikum hvort að Ólafur Ólafsson tapar öllum sínum stærstu eignum. Allt stendur og fellur með nauðasamningum sem Egla, dótturfélag í hans eigu, reynir að ná við kröfuhafa.

Landsbankinn vísar ásökunum Sparnaðar á bug

Landsbankinn segir það alrangt að verið sé að hvetja sparendur til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf eins og forsvarsmaður Sparnaðar ehf. fullyrti í gær í samtali við fréttastofu. Ingólfur Ingólfsson sagði þá að að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum.

Stofnuðu símafyrirtæki í miðri kreppu

Símafyrirtækið Sip hóf rekstur þann 1.nóvember. Fyrirtækið er nú orðið hluti af íslenska fastlínunkerfinu og getur því farið að bjóða upp á símaþjónustu fyrir landsmenn. Að sögn Brjáns Jónssonar framkvæmdarstjóra félagsins fóru þeir af stað eftir að Teymi keypti meirihlutaeign í Hive og lagði niður tæknikerfin. Fimm starfsmenn fyrirtækisins eru eigendur þess en þeir eru fyrrum tæknistjórar hjá gamla Hive, Vodafone og Símanum.

Skuldabréf Eglu hf. sett á athugunarlista

Skuldabréf útgefin af Eglu hf. hafa verið færð á athugunarlista kauphallarinnar vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 2. apríl 2009, um greiðsluerfiðleika félagsins.

Stýrivaxtalækkun á ESB svæðinu undir væntingum

Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í hádeginu. Þessi lækkun var töluvert undir væntingum greinenda og sérfræðinga sem almennt gerðu ráð fyrir tvöfalt meiri lækkun í spám sínum.

Forstjóri Nýsis einnig regluvörður félagsins

Forstjóri Nýsis var regluvörður félagsins. Fjármálaeftirlitinu er ekki kunnugt um nein dæmi um að forstjóri sé jafnframt regluvörður, enda þótt upplýsingar um Nýsisforstjórann liggi á heimasíðu eftirlitsins.

Fréttaskýring: Þjóðarnauðsyn að skipta krónunni út

Sú fáránlega staða er nú komin upp á landinu að það er orðið ólöglegt að nota íslenskar krónur í viðskiptum við útlendinga. Íslenska krónan er sumsé orðin svo ónýtur gjaldmiðill að það er ekki einu sinni hægt að nota hana í heimalandinu lengur.

Mastercard lækkar gjöld til banka um helming

Mastercard í Evrópu hefur ákveðið að lækka tímabundið millikortagjöld banka innan Evrópusambandsins um helming. Þar sem Ísland tilheyrir Evrópukerfi Mastercard nær þessi ákvörðun einnig til Íslands.

Samningur við Cayman-eyjar um upplýsingaskipti undirritaður

Í gær var samningur Norðurlanda og Cayman-eyja um upplýsingamiðlun undirritaður við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Samningurinn veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um skattskyldar innstæður og tekjur og getur veitt aðgang að fjármagni sem ekki hefur verið gefið upp til skatts í heimalandinu.

Össur og Marel ein á hreyfingu í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur hækkað um 1,58 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa Marel Food Systems hefur hækkað um 1,38 prósent á sama tíma.

Sparisjóður Ólafsfjarðar eykur stofnfé

Stofnfé Sparisjóðs Ólafsfjarðar hefur verið aukið. Sú aukning fór þannig fram að hluta af kröfum aðaleiganda sjóðsins var breytt í stofnfé með skuldajöfnun. Við þetta hækkaði eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Ólafsfjarðar, svokallað CAD hlutfall, upp fyrir lögbundið lágmark.

Bretar ætluðu að taka Straum

Breska fjármálaeftirlitið var tilbúið til að grípa til aðgerða gegn Straumi daginn sem Fjármálaeftlitið setti skilanefnd yfir bankann þann 9. mars s.l.

Vöruskiptin hagstæð um 8,3 milljarða í mars

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars 2009 nam útflutningur 34,9 milljörðum króna og innflutningur 26,6 milljörðum króna. Vöruskiptin í mars voru því hagstæð um 8,3 milljarða króna.

Sparisjóður Skagafjarðar eykur stofnfé um 500 milljónir

Stjórn sparisjóðsins í Skagafirði, AFL – sparisjóðs, hefur ákveðið að nýta sér heimild í samþykktum sjóðsins til að auka stofnfé sjóðsins um 500 milljónir kr. Ástæða þessa er að treysta eiginfjárgrunn sjóðsins á þeim erfiðu tímum sem nú herja á íslenskt efnahagslíf.

Hækkun á Asíumörkuðum í morgun

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og voru það bréf bílaframleiðandans Nissan sem tóku einna mestan kipp en þau hafa ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan árið 1974. Morgan Stanley-vísitalan hefur hækkað samtals um 20 prósent síðan 9. mars og telja sérfræðingar það merki um bata hlutabréfamarkaðarins. Talið er að leiðtogafundur 20 iðnríkja í London hafi jákvæð áhrif á markaðinn og auki bjartsýni fjárfesta.

DeCode glímir við alvarlegan fjárskort

Laust fé deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, dugar í mesta lagi næstu þrjá mánuði. Þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í fyrrakvöld. Óvíst er hvað tekur við en unnið er að fjármögnun félagsins. Fyrirtækið tapaði 80,9 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 9,7 milljarða íslenskra króna í fyrra. Þetta er 14,6 milljónum dala betri afkoma en í hittiðfyrra. Tap á fjórða ársfjórðungi nam átján milljónum dala samanborið við 32,4 milljóna dala tap ári fyrr.

Sjö hópuppsagnir

Sjö fyrirtæki tilkynntu Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í mars. Þetta eru fjármálafyrirtækin SPRON, Straumur-Burðarás og Sparisjóðabankinn, bílaumboðin Ingvar Helgason og B&L og tvö fyrirtæki úr byggingageiranum og þjónustustarfsemi. Samtals segja þessi fyrirtæki upp 200-300 mönnum.

Hertar reglur loka hjáleið

Hertari gjaldeyrisreglur styrkja gengi krónunnar. Stutt síðan LÍÚ heyrði af leiðum framhjá gjaldeyrishöftum. Íslandsbanki segir erfitt að girða fyrir allar hjáleiðir.

Eimskip enn á floti

„Við höldum okkur á floti og höfum ekki leitað til lánastofnana síðan í júní. Afkoman er yfir væntingum þótt róðurinn sé erfiður,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.

Milljarðarnir skrifast á Björgólf

Auknar skuldir bankaráðsmanna Landsbankans og félaga tengdra þeim í hálfsársuppgjöri bankans í fyrra eru að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðsins, á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum.

Sjá næstu 50 fréttir