Viðskipti innlent

Skuldabréf Eglu hf. sett á athugunarlista

Skuldabréf útgefin af Eglu hf. hafa verið færð á athugunarlista kauphallarinnar vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda með vísan til tilkynningar frá félaginu, dags. 2. apríl 2009, um greiðsluerfiðleika félagsins.

Í tilkynningu segir að síðdegis í gær var haldinn fundur sem allir lánardrottnar félagsins voru boðaðir til, þar sem kynnt var fjárhagsstaða félagsins, en jafnframt frumvarp að nauðasamningi.

Nauðasamningsfrumvarpið gerir ráð fyrir að 15% krafna verði greiddar á næstu mánuðum, ef frumvarpið verður samþykkt, en verði verðmæti eigna félagsins meira, þá verður allur mismunurinn greiddur til lánardrottna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×