Viðskipti innlent

Bankarnir stóðu ekki við sitt

 Fall bankanna skrifaðist á slakan bankarekstur, slæma stefnu og óheppni, að mati finnska bankasérfræðingsins Kaarlos Jännäri. Fréttablaðið/Pjetur
Fall bankanna skrifaðist á slakan bankarekstur, slæma stefnu og óheppni, að mati finnska bankasérfræðingsins Kaarlos Jännäri. Fréttablaðið/Pjetur

Einn viðskiptabankanna þriggja sendi Seðlabankanum rangar upplýsingar um lausafjárstöðu sína á síðasta ári og tveir þeirra stóðu ekki við samkomulag sitt við evrópska seðlabankann frá vordögum í fyrra að draga úr endurhverfum viðskiptum við bankann.

Þetta kemur fram í skýrslu Kaarlos Jännäri, finnsks bankasérfræðings, um reglur og eftirlit með bankastarfsemi hér. Skýrslan er hluti af samkomulagi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Fram kemur að erlendir seðlabankar hafi varað við miklum lántökum bankanna hjá evrópska seðlabankanum í gegnum seðlabankann í Lúxemborg. Bæði þóttu upphæðirnar háar og veðin umdeilanleg. Samið var um að bankarnir drægju úr viðskiptum sínum og færu ekki út fyrir tilskilin mörk. Virðist sem tveir bankar með starfsemi erlendis hafi rofið samkomulagið með haustinu og farið yfir mörkin.

Í skýrslunni, sem kynnt var á mánudag, segir Jännäri margt líkt með falli bankanna í fyrra og þeirra norsku fyrir tveimur áratugum. Það hafi skrifast á slakan bankarekstur, slæma stefnu og óheppni.

Ekki kemur fram í skýrslunni um hvaða banka hafi verið að ræða. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×