Landsbankinn vísar ásökunum Sparnaðar á bug 2. apríl 2009 14:11 Landsbankinn segir það alrangt að verið sé að hvetja sparendur til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf eins og forsvarsmaður Sparnaðar ehf. fullyrti í gær í samtali við fréttastofu. Ingólfur Ingólfsson sagði þá að að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum. Af þessum sökum hafi Sparnaður sent kvörtun til Neytendastofu vegna ólögmætra viðskiptahátta Nýja Landsbankans. „Þetta er þeim mun alvarlegri blekkingar hjá Nýja Landsbankanum þegar haft er í huga að þeir eru að hvetja sparendur til þess að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf," sagði Ingólfur einnig. Rangt að hvatt sé til uppsagnar Þetta segir Landsbankinn að sé rangt. „Ekki er rétt að Landsbankinn hvetji til uppsagnar viðbótarlífeyrissparnaðar hjá Bayern Líf sem selt er af Sparnaði ehf. Hið rétta er að margir viðskiptavinir Landsbankans hafa hætt við að færa lífeyrissparnað sinn úr Landsbankanum yfir í Bayern Líf en hart hefur verið sótt að þeim af hálfu sölumanna Bayern Líf að undanförnu," segir í yfirlýsingu frá bankanum. „Staðan hefur því verið sú að það er Bayern Líf sem hefur hvatt viðskiptavini Landsbankans til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum en ekki öfugt líkt og Bayern Líf heldur fram. Eftir að hafa fengið nánari kynningu á lífeyrissparnaðarleiðum, kostum ólíkra leiða og kostnaði sem þeim fylgir, hafa margir viðskiptavinir hætt við flutning til Bayern Líf og haldið áfram viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum." Ummæli um rangfærslur og blekkingar alröng Þá segir einnig að Landsbankinn bendi viðskiptavinum sínum á ýmsar leiðir í lífeyrissparnaði, „þar á meðal verðtryggða og óverðtryggða innlánsreikninga og leggur áherslu á langtímasparnað. Ekki er lögð áhersla á eitt sparnaðarform umfram annað heldur er það val hvers og eins og viðskiptavinum jafnframt bent á þann kost að flytja sig milli ólíkra sparnaðarleiða innan bankans. Ummæli um að beitt sé rangfærslum eða blekkingum til að ná í lífeyrissparnað fólk eru alröng." „Samkeppni um lífeyrissparnað og aukið framboð af sparnaðarleiðum er af hinu góða fyrir neytendur. Í þeirri samkeppni mun Landsbankinn leggja áherslu á góða þjónustu og fræðslu um lífeyrissparnað," segir ennfremur. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Landsbankinn segir það alrangt að verið sé að hvetja sparendur til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf eins og forsvarsmaður Sparnaðar ehf. fullyrti í gær í samtali við fréttastofu. Ingólfur Ingólfsson sagði þá að að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum. Af þessum sökum hafi Sparnaður sent kvörtun til Neytendastofu vegna ólögmætra viðskiptahátta Nýja Landsbankans. „Þetta er þeim mun alvarlegri blekkingar hjá Nýja Landsbankanum þegar haft er í huga að þeir eru að hvetja sparendur til þess að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf," sagði Ingólfur einnig. Rangt að hvatt sé til uppsagnar Þetta segir Landsbankinn að sé rangt. „Ekki er rétt að Landsbankinn hvetji til uppsagnar viðbótarlífeyrissparnaðar hjá Bayern Líf sem selt er af Sparnaði ehf. Hið rétta er að margir viðskiptavinir Landsbankans hafa hætt við að færa lífeyrissparnað sinn úr Landsbankanum yfir í Bayern Líf en hart hefur verið sótt að þeim af hálfu sölumanna Bayern Líf að undanförnu," segir í yfirlýsingu frá bankanum. „Staðan hefur því verið sú að það er Bayern Líf sem hefur hvatt viðskiptavini Landsbankans til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum en ekki öfugt líkt og Bayern Líf heldur fram. Eftir að hafa fengið nánari kynningu á lífeyrissparnaðarleiðum, kostum ólíkra leiða og kostnaði sem þeim fylgir, hafa margir viðskiptavinir hætt við flutning til Bayern Líf og haldið áfram viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum." Ummæli um rangfærslur og blekkingar alröng Þá segir einnig að Landsbankinn bendi viðskiptavinum sínum á ýmsar leiðir í lífeyrissparnaði, „þar á meðal verðtryggða og óverðtryggða innlánsreikninga og leggur áherslu á langtímasparnað. Ekki er lögð áhersla á eitt sparnaðarform umfram annað heldur er það val hvers og eins og viðskiptavinum jafnframt bent á þann kost að flytja sig milli ólíkra sparnaðarleiða innan bankans. Ummæli um að beitt sé rangfærslum eða blekkingum til að ná í lífeyrissparnað fólk eru alröng." „Samkeppni um lífeyrissparnað og aukið framboð af sparnaðarleiðum er af hinu góða fyrir neytendur. Í þeirri samkeppni mun Landsbankinn leggja áherslu á góða þjónustu og fræðslu um lífeyrissparnað," segir ennfremur.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira