Viðskipti innlent

Prófessor í Oxford segir mikið glatast ef deCODE hverfur

Peter Donnelly prófessor við stofnun Oxford háskólans í genatískum rannsóknum segir að mikið muni glatast á því sviði ef DeCODE verði gjaldþrota og hætti starfsemi sinni.

"deCODE hefur staðið að mörgum verulega mikilvægum uppgvötvunum á sviði mannlegra gena á síðustu árum. Sennilega meira en nokkur annar hópur vísindamanna," segir Donnelly í samtali við blaðið The Times. "Það yrði stórfellt tap fyrir greinina ef þeir þyrftu að hætta þessu starfi."

Og Daniel MacArthur hjá Genetic Future blog, sem fylgist með starfsemi fyrirtækja á sviði genarannsókna, segir að ef DeCODE verði gjaldþrota verði það dapur dagur í sögu greinarinnar.

"Þeir hafa staðið að nokkrum stórkotslegum rannsóknum og þeir hafa útgáfusögu sem væri öfundarefni hjá mörgum stærri rannsóknarstofnunum," segir MacArthur. "Á undanförnum fimm árum hefur fyrirtækið spilað stórt hlutverk í að rannsaka áhrif gena á ýmsa sjúkdóma og hegðun fólks."

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×