Viðskipti innlent

Þrír milljarðar streyma úr tveimur stærstu séreignasjóðunum

Að minnsta kosti rúmir þrír milljarðar munu streyma út hjá tveimur stærstu séreignarsjóðum landsins. Skatttekjur ríkisins vegna þessa verða 1,2 milljarður króna.

Alls hafa 1500 einstaklingar sótt um úttekt á séreignasparnaði hjá Almenna lífeyrissjóðnum, og 4000 af sjóðfélögum í lífeyrissparnaði hjá Kaupþingi.

"Ég held að kúfurinn hafi verið mestur í byrjun, en síðan muni einhverjir bætast við, en ég er að vona að þetta sé búið eða hafi minnkað," segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.

Heimildir fréttastofu herma að fjölmargir einstaklingar ætli að taka út sparnaðinn í þeim tilgangi að fjármagna neyslu, og jafnvel í einhverjum tilfellum utanlandsferðir.

Gunnar segir að hann ráðleggi fólki sem er ekki í fjárhagsvandræðum að taka þetta ekki út. Ef fólk ætlar ekki að verða fyrir verulegri kjaraskerðingu þegar það hættir að vinna borgi sig að vera með slíkan sparnað, en fólk fer á mis við mun hærri greiðslur í framtíðinni með því að taka sparnaðinn út í dag.

Þá er ekki betra að taka út séreignina og leggja peninginn inn á bankabók. "Séreignasparnaðurinn hefur það alltaf fram yfir annan sparnað að af honum greiðirðu ekki fjármagnstekjuskatt," segir Gunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×