Viðskipti innlent

SPRON og Icebank með 135 milljarða í neikvætt eigið fé

Eigið fé Icebank, eða Sparisjóðabankans, var neikvætt um 100 milljarða króna þegar ríkið tók bankann yfir. Eigið fé SPRON var neikvætt um 35 milljarða króna.

 

Þetta kom frá í máli Gylfa Magnússonar, viðskiptaráðherra, á opnum fundi viðskiptanefndar Alþingis nú fyrir stundu.

 

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, sagði að 20 prósenta eiginfjárframlag ríkisins, hefði hvergi nærri dugað til að bankarnir uppfylltu ákvæði um eigið fé. Lánardrottnar hefðu þurft að fella niður mikið af kröfum til að svo gæti orðið.

 

Lánardrottnar hafi verið tilbúnir til að slaka eitthvað á kröfum, en það hefði ekki dugað til, þótt ríkið legði þeim til eiginfjárframlagið. Hann bætti því við að staða ríkissjóðs væri með þeim hætti að ekki hefði verið verjandi að láta bankana hafa eiginfjárframlag.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×