Viðskipti innlent

Sýnir styrk og getu viðskiptabankanna

Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans.
Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn, Íslandsbanki og Nýi Kaupþing banki komu sér saman í dag um lánveitingu til að tryggja áframhaldandi framkvæmdir við byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans segir að niðurstaðan sýni glögglega styrk og getu íslensku viðskiptabankanna til þess að takast á við og leysa úr flóknum og fjárfrekum viðfangsefnum.

Bankarnir komu sér saman um lánveitingu til verkefnisins að fjárhæð 14,5 milljarða króna, en sú fjárhæð mun duga til að ljúka byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins miðað við fyrirliggjandi áætlanir Austurhafnar TR.

Þátttaka Landsbankans í lánveitingunni endurspeglar stærð og hlutfallsleg umsvif bankans, en hlutdeild hans í lánsfjárhæðinni nemur nærri 8 milljörðum króna, að fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum. Auk þessa mun bankinn veita margvíslega fyrirgreiðslu vegna verkframkvæmdanna.

Ásmundur segir að það sé Landsbankanum gleðiefni að þessu uppbyggingarverkefni hafi nú verið tryggður farsæll endir.

Stefnt er að því að taka Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í notkun í apríl 2011. Í tilkynningu frá Austurhöfn-TR kom fram í dag að framhald verkefnisins hafi verið tryggt með því Austurhöfn-TR hafi eignast félögin Portus og Situs, sem höfðu með höndum uppbyggingu hússins, ásamt byggingarrétti á allri lóðinni að Austurbakka 2.




Tengdar fréttir

Tónlistarhús tilbúið 2011 - kostar 14,5 milljarða króna

Stefnt er að því að taka Tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð í notkun í apríl 2011. Í tilkynningu frá Austurhöfn-TR kemur fram að framhald verkefnisins hafi verið tryggt með því Austurhöfn-TR hafi eignast






Fleiri fréttir

Sjá meira


×