Viðskipti innlent

Hagfræðisvið Seðlabankans átti engan þátt í yfirtökunni á Glitni

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri og fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, staðfestir að hagfræðisvið bankans hafi engan þátt tekið í þeirri ákvörðun að ríkið tæki yfir 75 prósenta hlut í Glitni í haust.

 

Fram kom á Vísi 2. október, að hvorki aðalhagfræðingur né staðgengill hans hefðu tekið þátt í að meta þjóðhagsleg áhrif þjóðnýtingarinnar á Glitni eða áhrif hennar á fjármálakerfið.

 

Fréttablaðið greindi frá því 3. október að málið hefði verið í höndum bankastjórnar Seðlabankans.

 

Eftir að ríkið tók yfir 75% hlut í Glitni, fyrir 600 milljónir evra, hrundi gengi krónunnar enn og lánshæfismat íslenska ríkisins lækkaði. Í kjölfarið féll bankakerfið í heild sinni.

 

 

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×