Viðskipti innlent

Bretar ætluðu að taka Straum

Breska fjármálaeftirlitið var tilbúið til að grípa til aðgerða gegn Straumi daginn sem Fjármálaeftlitið setti skilanefnd yfir bankann þann 9. mars s.l.

 

Þetta sagði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, á opnum fundi viðskiptanefndar Alþingis nú fyrir skömmu.

 

Hann sagði að Straumur hefði átt eigið fé, „að minnsta kosti á pappírunum" þegar bankinn var tekinn yfir. Hins vegar hefði hann glímt við lausafjárerfiðleika. Breska fjármálaeftirlitið hefði gripið til aðgerða gagnvart útibúi Straums í Bretlandi, hefðu íslensk stjórnvöld ekki gripið inn í.

 

Straumur hefði þess vegna farið í þrot vegna aðgerða Breta, hefði ekki verið sett skilanefnd yfir bankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×