Fleiri fréttir

Sparnaður kvartar undan Nýja Landsbanka og KB-ráðgjöf

Forsvarsmaður Sparnaðar ehf segir að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum.

Gengi krónunnar ætti að styrkjast

Nýsamþykktar lagabreytingar sem skylda útflytjendur til að selja vörur sínar í erlendri mynt ættu að styðja við krónuna næsta kastið, að mati Greiningar Íslandsbanka. Þær endurspegla hins vegar þau vandkvæði sem séu á því að ná tilgangi gjaldeyrishafta, og um leið þörfina á því að slík höft verði eins skammvinn og kostur sé.

Gengi Marel Food Systems fellur um 2,22 prósent

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 2,22 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag. Á eftir fylgir gengi Össurar, sem hefur lækkað um 0,67 prósent.

Krónan styrkist um 1,4 prósent

Gengi krónunnar tók styrkingarkipp upp á 1,4 prósent í fyrstu viðskiptum á gjaldeyrismarkaði í morgun, samkvæmt gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Gengisvísitalan stendurn ú í 210 til 213 stigum, allt eftir bönkum. Lög sem samþykkt voru á Alþingi um miðnætti í gær um skýra styrkinguna. Í lögunum er skýrt hveðið á um að útflytjendur verði að skila gjaldeyri sínum.

Kaupþing vildi viðskiptasögu einstaklinga

Skilanefnd SPRON gagnrýnir Nýja Kaupþing fyrir að reyna að gera störf nefndarinnar tortryggilega en í gær sendi bankinn frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sökuðu Skilanefndina um að vilja ekki afhend nauðsynleg gögn þannig bankinn gæti orðið við útlánum til viðskiptavina SPRON.

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og má meðal annars rekja hækkunina til vangaveltna um að japanskir og suðurkóreskir bílaframleiðendur muni græða á hugsanlegu gjaldþroti bandarísku bílarisanna General Motors og Chrysler sem nú virðist vofa yfir.

Ná aðeins að fjármagna rekstur ÍE fram á annan ársfjórðung

Eftir tæplega tíu milljarða króna tap í fyrra telja stjórnendur deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, að laust fé fyrirtækisins nægi aðeins til að fjármagna reksturinn fram á annan ársfjórðung í ár, en sá fjórðungur hefst í dag.

Mikil viðbrögð við kaupum

Samkeppniseftirlitið hefur veitt MP Banka undanþágu frá samkeppnislögum vegna kaupa bankans á útibúaneti SPRON og Netbankanum, sem gera mun bankanum kleift að opna útibúin næstkomandi mánudag.

Eimskip tapar 6,6 milljörðum

Tap Eimskips á fyrsta ársfjórðungi nam 40,2 milljónum evra, eða tæpum 6,6 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabankans í gær. Á sama tíma í fyrra nam tapið 38,9 milljónum evra.

Vatnið á Skotaleiknum

„Allt sem við gerum tengist Íslandi á einn eða annan hátt,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður átöppunarfyrirtækisins Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið hefur keypt auglýsingu á leik Skota og Íslendinga í undankeppni fyrir HM 2010 sem fram fer á Hamden Park í Glasgow í Skotlandi í dag.

Verðmat á áætlun

Verðmat endurskoðunar­fyrirtækisins Deloitte Touche á efnahagsreikningi nýju bankanna er á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá Fjármála­eftirlitinu. Stefnt var að því að skila verðmatinu inn í síðasta lagi í gær.

Sprotarnir kynna sig

„Við erum ekki endilega að leita að fjármagni en erum opin fyrir því,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, einn eigenda tískuvörumerkisins E-label.

Græða þrátt fyrir samdrátt í sölu

Bílaframleiðandinn Porche hefur tilkynnt um stórkostlega hagnaðar­aukningu á mánuðunum sex fram til janúarloka. Aukningin er til komin vegna eignarhlutar fyrirtækisins í Volkswagen Group.

Verklagsreglum ýtt til hliðar eftir hryðjuverk

Áhugaleysi virtra erlendra fjármálafyrirtækja á fjárfestingum á Íslandi í einkavæðingarferli bankanna kemur ekki á óvart að mati Kaarlos Jännäris, finnska bankasérfræðingsins sem í byrjun vikunnar kynnti skýrslu um íslenskt fjármálaeftirlit.

Nýtt félag stofnað um víðtæka ráðgjöf

Capacent Glacier heitir nýtt ráðgjafarfyrirtæki með átján starfsmenn sem einbeitir sér að fjármálaráðgjöf hér innanlands og ráðgjöf á sviði sjávarútvegs og jarðvarma á erlendri grundu.

Bakkavör tapar 27 milljörðum

Bakkavör tapaði 27 milljörðum króna á síðasta ári eða 154 milljónum punda. Hagnaður var af félaginu á síðasta ári upp á 47 milljónir punda.

Baugseignir seldar yfir markaðsvirði

Framkvæmdarstjóri Fjárfestingafélagsins Gaums, Kristín Jóhannesdóttir, sendi frá sér yfirlýsingu nú í kvöld vegna fréttar RÚV um fasteignaviðskipti þar sem Gaumur keypti fjórar fasteignir af Baugi Group. Í tilkynningunni segir hún að óháðir aðilar hafi verið til ráðagjafar við viðskiptin auk þess sem verð eignanna hafi verið yfir markaðsvirði á þeim tíma sem þær voru seldar.

Gjaldeyrislekinn stöðvaður

Tilkynnt verður á næstu klukkustund um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft, eftir því sem heimildir fréttastofu herma.

Gaumur keypti franskt skíðasetur af Baugi

Félagið Gaumur, sem er í eigu Jón Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, keypti fjórar verðmætar fasteignir Baugs Group síðastliðið haust samkvæmt fréttum RÚV.

Kaupþing: Skilanefnd SPRON ber ábyrgð á óvissu viðskiptavina

Skilanefnd SPRON ber að fullu ábyrgð á þeirri óvissu sem nú ríkir hjá viðskiptavinum SPRON, að mati Kaupþings. Allt frá því beiðnin kom frá stjórnvöldum um að Nýja Kaupþing tæki við innlánum viðskiptavina SPRON hefur bankanum verið umhugað að viðskiptavinir SPRON yrðu fyrir sem minnstum óþægindum, segir í tilkynningu frá Kaupþingi.

Síminn talinn hafa staðið sig best í markaðsmálunum

Markaðsstjórar nefndu Símann oftast sem það fyrirtæki sem stóð sig vel í markaðsmálum á síðasta ári samkvæmt könnun Capacent Gallup. Könnunin var gerð í febrúar að því er fram kemur í tilkynningu frá Símanum en í úrtakinu voru markaðsstjórar 400 stærstu auglýsenda samkvæmt Auglýsingamarkaði Capacent Gallup.

Viðbrögðin vonum framar

Símtölum og tölvupóstum hefur rignt yfir starfsfólk MP Banka vegna kaupa bankans á netbanka og útibúaneti SPRON í gær. Fólk hefur jafnframt komið í bankann til að spyrjast fyrir. „Það var bara strax byrjað hérna við opnun, að þá byrjaði fólk að koma hérna inn," segir Styrmir Þór Bragason forstjóri MP Banka.

Opal inn í félag í Lúx

Félagið Opal Global Invest, sem skráð var á eyjunni Tortola rann saman við Sambson Global Holding sem skráð er í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Björgólfsfeðgum en skiptastjóri í þrotabúi Samsonar ehf segir í skýrslu frá því í febrúar að ekki hafi verið gerð grein fyrir hátt í sexhundruð milljóna króna greiðslu vegna Opal Global. Fram kemur í skýrslu um þrotabú Samsonar, félags Björgólfsfeðga, að erfitt hafi verið að nálgast upplýsingar um sumar greiðslur sem fóru út úr Samson og þá sem þær hafi þegið.

Starfsmenn SPRON fagna þrátt fyrir óvissu

Stefnt er að því að ljúka sölu á verðbréfaþjónustu SPRON á næstu dögum. Skilanefnd bankans komst í gær að samkomulagi við MP banka um kaup á Netbanka og útibúaneti SPRON. Formaður starfsmannafélags SPRON fagnar þeirri ákvörðun MP banka bjóða að minnsta kosti 45 starfsmönnum SPRON vinnu.

„Eini glæpurinn er að við misstum hlutinn í veðkalli“

Ragnar Z Guðjónsson, forstjóri Byrs, segist ekki skilja af hverju Fjármálaeftirlitið sé nú að rannsaka viðskipti félags í eigu Ragnars og nokkurra annarra stjórnenda sjóðsins með stofnfjárhluti í Byr. DV greindi frá rannsókninni í dag.

Hlutur Baugs í Debenhams settur á sölu

Þrettán prósenta hlutur Baugs í Debenhams hefur verið settur á sölu. Með því að losna við Baug af hluthafalistanum vonast stjórnendur fyrirtæksins til að hægt sé að selja það.

Byr-stjórar með 75 milljónir í árslaun

Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, forstjórar Byrs á árinu 2008, fengu samtals um 75 milljónir í árslaun á árinu jafnvel þótt bankinn hafi tapað 29 milljörðum samkvæmt ársreikningi.

Vöruskipti hagstæð um 5,9 milljarða

Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 32,3 milljarða króna og inn fyrir 26,4 milljarða króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 5,9 milljarða króna. Í febrúar 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 18,6 milljarða króna á sama gengi.

Lækkun á mörkuðum Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í dag en nú er síðasti dagur fjárhagsársins í Japan og fleiri löndum álfunnar. Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um eitt og hálft prósent og eru fjárfestar taldir hafa áhyggjur af afkomu fjármálastofnana víða um heim eftir að ríkisstjórnir í Evrópu þurftu að koma þarlendum bönkum til aðstoðar til að forða þeim frá hruni.

Eftirlitsstofnanir skorti verkfæri til viðbragða

Slakur bankarekstur, slæm opinber stefna og óheppni spiluðu saman í falli fjármálakerfisins, að mati Kaarlos Jännäri, finnsks bankasérfræðings. Hann skilaði í gær skýrslu um reglur og eftirlit með bankastarfsemi hér. Jännäri leggur til ýmsar leiðir til úrbóta og telur líklegt að innan fimm ára verði Ísland orðið aðili að ESB og taki upp evru.

Forseti skammar bílarisana

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær nýjar rekstraráætlanir bílarisanna General Motors og Chrysler óásættanlega og væri réttast að fyrirtækin færu í greiðslustöðvun til að knýja fram endurskipulagningu í rekstri þeirra. Gangi það eftir geta fyrirtækin átt von á að fá viðbótarlán úr ríkissjóði.

Krónan veikist hratt

Krónan veiktist um 0,95 prósent í gær og endaði gengisvísitalan í 211 stigum. Þegar mest lét sló hún einu stigi betur og hafði krónan þá ekki verið veikari frá 23. janúar. Vísitalan var á hraðri niðurleið í janúar eftir snarpan kúf til eins mánaðar. Hæst snerti gengisvísitalan 250 stig í byrjun desember. Krónan hefur nú veikst viðstöðulaust um ellefu prósent í á þriðju viku eftir að hafa farið lægst við 187 stigin. Þá hafði gengi krónu ekki verið sterkara síðan fyrir ríkisvæðingu bankanna.

Sarkozy hótar að ganga út af leiðtogafundi

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hótar að ganga út af leiðtogafundi G20 ríkjanna sem hefst í London á fimmtudaginn. Leiðtogar 20 mestu efnahagsríkja heims mæta á fundinn en þar stendur til að finna leiðir til að stýra efnahagskerfi heimsins út úr kreppunni.

Ráðgjafarstofa fyrir fyrirtæki í vandræðum

Fimm þingmenn fjögurra flokka vilja að stofnuð verði ráðgjafarstofa fyrir fyrirtæki í greiðsluörðugleikum. „Við teljum að fyrirtæki í rauninni hafi ekki neinn stað til að leita til. Stofan er því bæði hugsað til að ráðleggja fyrirtækjum að halda áfram rekstri eða hætta rekstri til að takmarka skaðann,“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Vonar að fleiri starfsmenn gamla Spron fái vinnu

MP banki hefur keypt Netbanka og útibúanet SPRON á áttahundruð milljónir króna. Að minnsta kosti 45 fyrrum starfsmönnum SPRON boðin vinna og vonar stjórnarformaður MP banka að þeir verði fleiri. Vel á annan tug fjármálafyrirtækja lýstu yfir áhuga á að kaupa eignir úr þrotabúi SPRON þar á meðal MP banki og VBS fjárfestingarbanki.

Útibúanet SPRON selt

Skilanefnd SPRON hefur náð samkomulagi um sölu á útibúaneti sparisjóðsins. Hlynur Jónsson formaður skilanefndar SPRON staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en segir að tilkynnt verði síðar í dag hver hafi hreppt hnossið. Ríkisútvarpið greinir frá því að um sé að ræða MP fjárfestingabanka.

Gengi bréfa Marel féll um 2,4 prósent

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems féll um 2,43 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Færeyjabanka, sem lækkaði um 1,25 prósent, Össurar, sem fór niður um 1,13 prósent og Bakkavarar, sem lækkaði um 0,74 prósent.

Sharíabankar vekja athygli víða um heim

Fjárfestingar í takt við boðskap Kóranins er eitt mest ört vaxandi fyrirbærið á mörkuðum í London þessi misserin og verður ef til vill ein af mikilvægustu tekjulindum bankanna í náinni framtíð, að mati Richards Thomas, stjórnarformanns Gatehouse Bank.

Seðlabankinn leyfir gengi krónunnar að gossa niður

„Ef tekið er mið af því hversu mikið krónan hefur veikst frá 11. mars í lítilli veltu (1,7 milljarðar kr. á millibankamarkaði á tímabilinu) er það sterk vísbending um að Seðlabankinn hafi haldið sig til hlés á gjaldeyrismarkaði undanfarnar vikur. Ef sú er raunin er það athyglisvert í ljósi þeirrar miklu áherslu sem bankinn leggur á gengisstöðugleika.“

Rafvirki óvænt 1.300 milljarða í mínus í banka sínum

Hinn 32 ára gamli danski rafvirki, Dennis Pallesgaard varð vægast sagt fyrir áfalli þegar hann athugaði stöðuna á bankareikningi sínum um daginn. Þar stóð að hann væri 63 milljarða danskra kr. í mínus á reikninginum eða um 1.300 milljarða kr.

Hlutir í JJB Sports falla um 10% í London

Hlutir í JJB Sports hafa fallið um 10% í kauphöllinni í London í morgun eftir að Kaupþing hóf að selja tæplega 29% hlut sinn í íþróttavöruverslanakeðjunni.

Sjá næstu 50 fréttir