Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2025 14:13 Ásmundur Tryggvason er forstjóri Styrkás. Styrkás Styrkás hf. hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf. og tengdum félögum („Hreinsitækni“). Með kaupunum verður Hreinsitækni hluti af samstæðu Styrkás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Styrkás. Hreinsitækni sé leiðandi í umhverfis- og innviðaþjónustu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. „Félagið hefur aðstöðu og tækjaflota í fjórum landshlutum og hjá því starfa um 150 manns. Með kaupunum verður til fjórða tekjusvið Styrkás, á sviði umhverfis- og iðnaðarþjónustu. Hreinsitækni verður áfram rekið sem sjálfstætt félag innan samstæðu Styrkás undir óbreyttri forystu Björgvins Jóns Bjarnasonar forstjóra,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ásmundi Tryggvasyni, forstjóra Styrkás, að með því að ljúka kaupum á Hreinsitækni sé félagið að stíga mikilvægt skref í uppbyggingu Styrkás og mótun fjórða kjarnasviðs samstæðunnar. „Hreinsitækni fellur vel að starfsemi Styrkás og styrkir þjónustuframboð okkar til fyrirtækja og sveitarfélaga um allt land.“ Þá segir Björgvin Jón Bjarnason, forstjóri Hreinsitækni og HRT þjónustu, að það að verða hluti af samstæðu Styrkás marki mikilvægan áfanga í sögu félagsins. „Við hlökkum til að efla starfsemina enn frekar og nýta þau tækifæri sem felast í auknum slagkrafti og samlegð innan samstæðu.“ Ennfremur segir í tilkynningunni að kaupin séu í samræmi við stefnu Styrkás um að byggja upp sterkt þjónustufélag við uppbyggingu atvinnuvega- og innviða með sterkar stoðir á fjórum kjarnasviðum, í orku og efnavörum, tækjum og búnaði, eignaumsýslu og leigustarfsemi, auk umhverfis- og iðnaðarþjónustu. Styrkás stefnir jafnframt að því að skrá félagið í kauphöll Íslands fyrir árslok 2027. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Styrkás. Hreinsitækni sé leiðandi í umhverfis- og innviðaþjónustu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. „Félagið hefur aðstöðu og tækjaflota í fjórum landshlutum og hjá því starfa um 150 manns. Með kaupunum verður til fjórða tekjusvið Styrkás, á sviði umhverfis- og iðnaðarþjónustu. Hreinsitækni verður áfram rekið sem sjálfstætt félag innan samstæðu Styrkás undir óbreyttri forystu Björgvins Jóns Bjarnasonar forstjóra,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ásmundi Tryggvasyni, forstjóra Styrkás, að með því að ljúka kaupum á Hreinsitækni sé félagið að stíga mikilvægt skref í uppbyggingu Styrkás og mótun fjórða kjarnasviðs samstæðunnar. „Hreinsitækni fellur vel að starfsemi Styrkás og styrkir þjónustuframboð okkar til fyrirtækja og sveitarfélaga um allt land.“ Þá segir Björgvin Jón Bjarnason, forstjóri Hreinsitækni og HRT þjónustu, að það að verða hluti af samstæðu Styrkás marki mikilvægan áfanga í sögu félagsins. „Við hlökkum til að efla starfsemina enn frekar og nýta þau tækifæri sem felast í auknum slagkrafti og samlegð innan samstæðu.“ Ennfremur segir í tilkynningunni að kaupin séu í samræmi við stefnu Styrkás um að byggja upp sterkt þjónustufélag við uppbyggingu atvinnuvega- og innviða með sterkar stoðir á fjórum kjarnasviðum, í orku og efnavörum, tækjum og búnaði, eignaumsýslu og leigustarfsemi, auk umhverfis- og iðnaðarþjónustu. Styrkás stefnir jafnframt að því að skrá félagið í kauphöll Íslands fyrir árslok 2027.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira