Viðskipti innlent

Sparisjóður Ólafsfjarðar eykur stofnfé

Stofnfé Sparisjóðs Ólafsfjarðar hefur verið aukið. Sú aukning fór þannig fram að hluta af kröfum aðaleiganda sjóðsins var breytt í stofnfé með skuldajöfnun. Við þetta hækkaði eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Ólafsfjarðar, svokallað CAD hlutfall, upp fyrir lögbundið lágmark.

Hluti af aðgerðum stjórnvalda gagnvart fjármálastofnunum í landinu snýr að styrkingu sparisjóðanna. Fyrir liggur að Sparisjóður Ólafsfjarðar getur enn frekar styrkt stöðu sína með því að óska eftir 20% eiginfjárframlagi frá ríkisvaldinu, svo sem lög kveða á um.

Forsvarsmenn Sparisjóðs Ólafsfjarðar undirstrika að innistæður séu tryggar og að hagsmunir viðskiptavina hafi verið hafðir að leiðarljósi í þessum aðgerðum. Eftir þær sé sjóðurinn betur í stakk búinn að þjónusta einstaklinga og fyrirtæki, bæði í Ólafsfirði sem og annars staðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sparisjóðnumþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×