Neytendur

Fram­kvæmda­stjóri Lyfjavals hættur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rakel Þórhallsdóttir hefur sagt skilið við Lyfjaval.
Rakel Þórhallsdóttir hefur sagt skilið við Lyfjaval. Vísir

Rakel Þórhallsdóttir hætti nýlega störfum sem framkvæmdastjóri Lyfjavals. Þetta staðfestir hún við Vísi. Hún er annar framkvæmdastjórinn undir merkjum Drangs sem hættir á skömmum tíma.

Rakel réð sig til Lyfjavals sem rekur sex apótek í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbæ og Selfossi fyrr á árinu og staldrar því stutt við. Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís hætti sömuleiðis störfum í vikunni en Prís og Lyfjaval heyra undir Drang sem er að stórum hluta í eigu fjárfestingafélagsins Skeljar.

Rakel hefur komið víða við í verslunar- og veitingahúsarekstri undanfarin ár. Hún og maður hennar ráku útivistarverslanirnar Mt. Hekla og Geysi í miðbæ Reykjavíkur á sínum tíma. Hún stofnaði einnig Hagavagninn í Vesturbæ Reykjavíkur.

Rakel vildi ekkert ræða starfslok þín að öðru leyti en að staðfesta þau.

Auður Daníelsdóttir, forstjóri Drangs, segir í skriflegu svari til Vísis að nýr framkvæmdastjóri taki við störfum hjá Lyfjavali á nýju ári. Fram kom í gær að við brotthvarf Grétu Maríu hjá Prís færi verslunin undir það svið sem Svanur Valgeirsson framkvæmdastjóri hjá Samkaupum stýrir í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×