Viðskipti innlent

Öllum starfsmönnum Frjálsa Fjárfestingarbankans sagt upp

Um mánaðarmótin var öllum starfsmönnum Frjálsa fjárfestingarbankans hf. sagt upp störfum. Um er að ræða rúmlega 20 manns sem störfuðu hjá bankanum.

Í tilkynningu um málið segir að uppsagnir séu hluti af ákvörðun skilanefndar SPRON að segja upp öllum starfsmönnum SPRON og dótturfélaga þess, þ.m.t. starfsmönnum Frjálsa fjárfestingarbankans.

Unnið er að skoðun á endurráðningu hluta starfsmanna bankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×