Fleiri fréttir

Umfjöllun: FH beið afhroð gegn FK Aktobe

Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli.

Þróttur í leikmannaleit

Þróttarar, sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar, ætla að styrkja leikmannahóp sinn nú í félagaskiptaglugganum.

Arnar og Bjarki hættir hjá ÍA

Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa látið af störfum sem þjálfarar og leikmenn hjá ÍA. Skagamenn hafa ollið miklum vonbrigðum á tímabilinu og sitja sem stendur í þriðja neðsta sæti 1. deildarinnar. Markmiðið fyrir sumarið var að fara beint aftur upp í efstu deild.

Viktor í byrjunarliði FH-inga í Meistaradeildinni í kvöld

FH-ingar mæta Aktobe frá Kasakstan í 2.umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Á stuðningsmannasíðunni, fhingar.net, er birt líklegt byrjunarlið FH-liðsins og þar er Viktor Örn Guðmundsson, 20 ára vinstri bakvörður, sagður vera í byrjunarliðinu í þessum leik.

Hörður Sveinsson frá í 8-12 vikur

Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflvíkinga, er með brákað bein í ristinni og verður líklega frá keppni næstu 8-12 vikurnar. Frá þessu er greint á vefsíðunni Sport.is.

FH-ingar kjöldregnir í seinni hálfleik

Íslandsmeistarar FH töpuðu illa fyrir FK Aktobe frá Kasakstan í kvöld 0-4 á Kaplakrikavelli eftir að staðan í hálfleik var markalaus. Þetta var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en staða Íslandsmeistarana er nánast vonlaus fyrir seinni leikinn.

Hjörtur Hjartarson í Selfoss

Sóknarmaðurinn Hjörtur Hjartarson er á leið í raðir Selfyssinga sem trjóna á toppi 1. deildarinnar. Hjá Selfossi hittir hann gamlan félaga, Gunnlaug Jónsson, sem er spilandi aðstoðarþjálfari.

Gunnlaugur Jónsson sótti þrjú stig upp á Skaga

Gunnlaugur Jónsson, spilandi þjálfari Selfyssinga, gerði góða ferð á kunnuglegar slóðir í kvöld en þá vann Selfoss 2-1 útisigur gegn ÍA í 1. deildinni. Eftir þennan sigur hefur Selfoss sex stiga forystu í deildinni.

Haukar töpuðu heima fyrir Þór - HK vann KA

Tveimur af fimm leikjum kvöldsins í 1. deild karla er lokið. Haukar misstigu sig á heimavelli og töpuðu 1-2 fyrir Þór Akureyri. Þá komst HK uppfyrir KA með því að vinna 3-1 útisigur á Akureyrarvelli.

Ingvar: Þetta þarf að fara að smella

Norskur sóknarmaður er mættur til landsins og mun æfa með Grindavík næstu daga. Félagaskiptaglugginn hér á landi opnar á morgun en þá mun Óli Stefán Flóventsson formlega verða leikmaður liðsins á ný.

Andri Steinn líklega í Fjölni

„Viðræður eru á algjöru byrjunarstigi en ég myndi segja að það væri líklegast að ég fari í Fjölni, enda mitt uppeldisfélag," sagði Andri Steinn Birgisson í samtali við Vísi.

Hægt að gerast heiðursáskrifandi að bók um sögu bikarkeppni KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands gefur í ár út bók um sögu bikarkeppni karla og kvenna í tilefni af fimmtugasta bikarúrslitaleik KSÍ. Nú býðst knattspyrnuáhugamönnum, aðildarfélögum, sveitarfélögum og fleirum að kaupa bókina í heiðursáskrift og gá um leið nafn sitt birt í nafnalisti heiðursáskriftar sem kemur fram í lok bókar.

Jón Orri lenti skelfilega - einstakar myndir af atvikinu

Framarinn Jón Orri Ólafsson fékk slæma byltu á 60. mínútu í leik Þróttar og Fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Eins og sjá má á mynd Valgarðs Gíslason, ljósmyndara Fréttablaðsins á leiknum, þá datt Jón Guðni beint á hausinn og fékk slæmt högg.

Davíð Þór: Úrvalsdeildin refsar

Davíð Þór Rúnarsson leikmaður Þróttar var niðurlútur að leik loknum þegar Vísir náði af honum tali. Enn eitt tapið staðreynd og það virtist hvíla þungt á þessum ágæta leikmanni sem átti þó ekki sinn besta leik í kvöld.

Lúkas Kostic: Yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik

„Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum og mér finnst þessi úrslit ekki vera sanngjörn. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur eftir 0-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld

Gunnar: Gáfum þeim tvö mörk

Gunnar Oddsson var ekki sáttur eftir leik kvöldsins en Þróttarar sitja enn á botninum með fimm stig. Hann var þó ekki sammála því að fyrri hálfleikur hefði verið slakur. “Við sköpuðum færi og settum þrýsting á þá, þeir voru allavega ekki að spila neinn glansbolta,” sagði Gunnar.

Arnar: Sanngjarn sigur

„Þetta var mjög góður sigur hjá okkur í kvöld því okkur hefur gengið illa á þessum velli. Svo var þetta líka mjög mikilvægt til að lyfta okkur frá þessum pakka þarna niðri," sagði Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í Grindavík í kvöld.

Umfjöllun: Blikar unnu loks í Grindavík

Breiðablik vann 1-0 útisigur á Grindavík í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleiknum en leikurinn var hálfleikjaskiptur, heimamenn sterkari í þeim fyrri en gestirnir í síðari.

Stelpurnar gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik

Kvennalandsliðið U19 gerði í dag markalaust jafntefli við Noreg í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi. Fanndís Friðriksdóttir lék með íslenska liðinu og náði að skapa usla í vörn Noregs.

Ólafur: Erum að tjasla hópnum saman

Það eru allar líkur á því að Alfreð Finnbogason og Kristinn Jónsson verði með Breiðabliki í kvöld þegar liðið heimsækir Grindavík. Blikar hafa verið að glíma við meiðsli síðustu vikur.

Umfjöllun: Frammarar tóku öll stigin gegn Þrótti

Frammarar mættu Þrótti í kvöld á Valbjarnarvelli. Fram var með ellefu stig í áttunda sæti fyrir leikinn en Þróttarar á botninum með fimm stig. Fyrri hálfleikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir skemmtun og gerðist fátt framan af. Frammarar áttu þó skot í stöng í lok hálfleiksins.

Gunnar: Þurfum að sækja stig í kvöld

„Við erum bara komnir í þá stöðu að við þurfum að sækja stig í kvöld, það er pottþétt. Helst þrjú," segir Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar. Hans menn mæta Fram í kvöld en Þróttarar sitja á botni deildarinnar.

Fanndís líklega með á móti Noregi

U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu mætir Noregi í opnunarleik sínum á lokakeppni EM sem fram fer í Hvíta-Rússlandi þessa dagana en íslensku stelpurnar eru auk Noregs með Svíþjóð og Englandi í riðli.

Jafntefli hjá ÍBV og Keflavík í Eyjum

ÍBV og Keflavík skildu jöfn, 2-2, í fjörugum leik í Pepsi-deild karla í fótbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Atli: Erum til alls líklegir í sumar

Atli Eðvaldsson stýrði Valsmönnum til sigurs í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið í Pepsi-deildinni gegn KR í dag. Atli var gríðarlega sáttur með stigin þrjú.

Helgi: Sýndum frábæran karakter

Framherjinn Helgi Sigurðsson var líflegur í 3-4 sigurleik Vals gegn KR á KR-vellinum í dag. Helgi skoraði eitt mark úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur en Bjarni Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið.

Fyrsta tap KA-manna staðreynd

KA-menn töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í 1. deildinni þetta sumarið þegar þeir heimsóttu Víking Reykjavík. Chris Vorenkamp skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu.

Grindvíkingar grobbnir af sínum heimavelli

Grindvíkingar eru afar ánægðir með völlinn sinn þessa daganna sem sjá má í frétt á heimasíðu félagsins. Þar er skrifað að Grindavíkurvöllur hafi líklega aldrei litið eins vel út.

Freyr og Hjörtur Logi frá í tvær til þrjár vikur

Fjórir leikmenn FH fóru meiddir af velli í 3-2 sigrinum gegn Fylki í gær. Íslandsmeistararnir þurftu því að leika manni færri í rúman hálftíma en þrátt fyrir það tókst þeim að tryggja sér sigur.

Heimir: Hef aldrei lent í öðru eins

Heimir Guðjónsson þjálfari FH var ánægður með að sitt lið héldi áfram að sækja þrátt fyrir að vera einum færri síðasta hálftímann í leiknum.

Sævar Þór jafnaði í lokin

Sævar Þór Gíslason hefur skorað átta mörk í síðustu þremur leikjum Selfyssinga í 1. deildinni. Hann skoraði bæði mörk liðsins þegar það gerði 2-2 jafntefli við Hauka í toppslag í kvöld.

Bjarni: Markið var kolólöglegt

Bjarni Jóhannsson var ósáttur í leikslok eftir að hans menn lágu fyrir Fjölni í Grafarvogi. Bjarni vildi meina að annað mark Fjölnis hefði verið kolólöglegt og sagði það algjöran vendipunkt í leiknum.

Keflavík gerði jafntefli og er úr leik

Keflavík og Valletta frá Möltu gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í Evrópudeild UEFA. Þetta var síðari leikur liðanna en Valletta vann fyrri leikinn örugglega 3-0 og kemst því áfram samanlagt 5-2.

Sjá næstu 50 fréttir