Íslenski boltinn

Hjörtur Hjartarson í Selfoss

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hjörtur í leik með Þrótturum sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar.
Hjörtur í leik með Þrótturum sem verma botnsæti Pepsi-deildarinnar.

Sóknarmaðurinn Hjörtur Hjartarson er á leið í raðir Selfyssinga sem trjóna á toppi 1. deildarinnar. Hjá Selfossi hittir hann gamlan félaga, Gunnlaug Jónsson, sem er spilandi aðstoðarþjálfari.

Gunnlaugur staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Hjörtur væri á leið til félagsins frá Þrótti og verður líklega í leikmannahópnum í næsta leik þegar Selfoss heimsækir KA.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×