Umfjöllun: Blikar unnu loks í Grindavík Elvar Geir Magnússon skrifar 13. júlí 2009 18:15 Blikinn Kristinn Jónsson í leik með Breiðabliki í sumar. Mynd/Stefán Breiðablik vann 1-0 útisigur á Grindavík í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleiknum en leikurinn var hálfleikjaskiptur, heimamenn sterkari í þeim fyrri en gestirnir í síðari. Grindvíkingar byrjuðu mun betur og Gilles Ondo var mjög líflegur á upphafskafla leiksins. Átti hann meðal annars þrumuskot sem fór naumlega framhjá. Blikar áttu undir högg að sækja en fengu örfáar álitlegar sóknir. Þeir gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar Alfreð Finnbogason renndi knettinum á Arnar Grétarsson sem féll í teignum eftir tæklingu Zoran Stamenic. Arnar var alls ekki sáttur við að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekkert. Þrátt fyrir að vera mun meira með knöttinn sköpuðu Grindvíkingar sér ekki mörg opin færi og staðan markalaus í hálfleik. Allt annað var að sjá til Breiðabliks í seinni hálfleiknum, þeir komu mun ákveðnari til leiks og sóttu stíft. Það skilaði marki á 57. mínútu þegar Alfreð átti baneitraða sendingu á Kristinn sem kláraði færið frábærlega og Blikar komnir yfir. Skömmu seinna átti Alfreð aðra svipaða sendingu, að þessu sinni á hinn efnilega Andra Rafn Yeoman sem náði ekki að skora þrátt fyrir mjög gott færi. Blikar héldu áfram að ráða lögum og lofum á vellunum en undir lokin voru Grindvíkingar þó nokkuð aðgangsharðir. Scott Ramsey átti hörkuskot sem Sigmar Ingi Sigurðarson í marki Blika varði vel. Sigmar fór í markið á 70. mínútu í stað Ingvars Kale sem meiddist á nára. Sterkur sigur hjá Blikum en Kópavogsliðið hafði fyrir leikinn aldrei unnið sigur á Grindavíkurvelli í efstu deild. Grindavík - Breiðablik 0-10-1 Kristinn Steindórsson (57.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 815. Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7) Skot (á mark): 11-12 (5-5) Varin skot: Óskar 3 - Ingvar 3, Sigmar 2 Horn: 4-7 Rangstöður: 1-2 Aukaspyrnur fengnar: 9-10 Grindavík 4-3-3 Óskar Pétursson 6 Óli Baldur Bjarnason 5 Zoran Stamenic 6 Bogi Rafn Einarsson 5 Ray Anthony Jónsson 5 Orri Freyr Hjaltalín 5 Jóhann Helgason 5 Scott Ramsey 5 Gilles Mbang Ondo 6 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Þórarinn Kristjánsson 3 (66. Eysteinn Hauksson 4) Breiðablik 4-3-3 Ingvar Kale 6 (70. Sigmar Sigurðarson 6) Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 7 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Finnur Orri Margeirsson 8* Maður leiksins Andri Rafn Yeoman 7 Arnar Grétarsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 7 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lúkas Kostic: Yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik „Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum og mér finnst þessi úrslit ekki vera sanngjörn. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur eftir 0-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld 13. júlí 2009 21:54 Arnar: Sanngjarn sigur „Þetta var mjög góður sigur hjá okkur í kvöld því okkur hefur gengið illa á þessum velli. Svo var þetta líka mjög mikilvægt til að lyfta okkur frá þessum pakka þarna niðri," sagði Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í Grindavík í kvöld. 13. júlí 2009 21:42 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Breiðablik vann 1-0 útisigur á Grindavík í kvöld. Kristinn Steindórsson skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleiknum en leikurinn var hálfleikjaskiptur, heimamenn sterkari í þeim fyrri en gestirnir í síðari. Grindvíkingar byrjuðu mun betur og Gilles Ondo var mjög líflegur á upphafskafla leiksins. Átti hann meðal annars þrumuskot sem fór naumlega framhjá. Blikar áttu undir högg að sækja en fengu örfáar álitlegar sóknir. Þeir gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar Alfreð Finnbogason renndi knettinum á Arnar Grétarsson sem féll í teignum eftir tæklingu Zoran Stamenic. Arnar var alls ekki sáttur við að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekkert. Þrátt fyrir að vera mun meira með knöttinn sköpuðu Grindvíkingar sér ekki mörg opin færi og staðan markalaus í hálfleik. Allt annað var að sjá til Breiðabliks í seinni hálfleiknum, þeir komu mun ákveðnari til leiks og sóttu stíft. Það skilaði marki á 57. mínútu þegar Alfreð átti baneitraða sendingu á Kristinn sem kláraði færið frábærlega og Blikar komnir yfir. Skömmu seinna átti Alfreð aðra svipaða sendingu, að þessu sinni á hinn efnilega Andra Rafn Yeoman sem náði ekki að skora þrátt fyrir mjög gott færi. Blikar héldu áfram að ráða lögum og lofum á vellunum en undir lokin voru Grindvíkingar þó nokkuð aðgangsharðir. Scott Ramsey átti hörkuskot sem Sigmar Ingi Sigurðarson í marki Blika varði vel. Sigmar fór í markið á 70. mínútu í stað Ingvars Kale sem meiddist á nára. Sterkur sigur hjá Blikum en Kópavogsliðið hafði fyrir leikinn aldrei unnið sigur á Grindavíkurvelli í efstu deild. Grindavík - Breiðablik 0-10-1 Kristinn Steindórsson (57.) Grindavíkurvöllur. Áhorfendur: 815. Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7) Skot (á mark): 11-12 (5-5) Varin skot: Óskar 3 - Ingvar 3, Sigmar 2 Horn: 4-7 Rangstöður: 1-2 Aukaspyrnur fengnar: 9-10 Grindavík 4-3-3 Óskar Pétursson 6 Óli Baldur Bjarnason 5 Zoran Stamenic 6 Bogi Rafn Einarsson 5 Ray Anthony Jónsson 5 Orri Freyr Hjaltalín 5 Jóhann Helgason 5 Scott Ramsey 5 Gilles Mbang Ondo 6 Jósef Kristinn Jósefsson 7 Þórarinn Kristjánsson 3 (66. Eysteinn Hauksson 4) Breiðablik 4-3-3 Ingvar Kale 6 (70. Sigmar Sigurðarson 6) Árni Kristinn Gunnarsson 6 Elfar Freyr Helgason 7 Kári Ársælsson 7 Kristinn Jónsson 6 Finnur Orri Margeirsson 8* Maður leiksins Andri Rafn Yeoman 7 Arnar Grétarsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 5 Kristinn Steindórsson 6 Alfreð Finnbogason 7 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Grindavík - Breiðablik
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lúkas Kostic: Yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik „Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum og mér finnst þessi úrslit ekki vera sanngjörn. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur eftir 0-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld 13. júlí 2009 21:54 Arnar: Sanngjarn sigur „Þetta var mjög góður sigur hjá okkur í kvöld því okkur hefur gengið illa á þessum velli. Svo var þetta líka mjög mikilvægt til að lyfta okkur frá þessum pakka þarna niðri," sagði Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í Grindavík í kvöld. 13. júlí 2009 21:42 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Lúkas Kostic: Yfirspiluðum þá í fyrri hálfleik „Við vorum miklu betri í fyrri hálfleiknum og mér finnst þessi úrslit ekki vera sanngjörn. Við áttum skilið að fá eitthvað úr þessum leik," sagði Lúkas Kostic, þjálfari Grindavíkur eftir 0-1 tap fyrir Breiðabliki í kvöld 13. júlí 2009 21:54
Arnar: Sanngjarn sigur „Þetta var mjög góður sigur hjá okkur í kvöld því okkur hefur gengið illa á þessum velli. Svo var þetta líka mjög mikilvægt til að lyfta okkur frá þessum pakka þarna niðri," sagði Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í Grindavík í kvöld. 13. júlí 2009 21:42