Íslenski boltinn

Bjarni Hólm: Stuðningsmenn ÍBV hafa allan rétt til þess að púa

Ellert Scheving skrifar
Bjarni Hólm Aðalsteinsson.
Bjarni Hólm Aðalsteinsson. Mynd/Valli

Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson hjá Keflavík var ekki nógu sáttur við að taka ekki þrjú stig gegn sínum gömlu félögum í ÍBV.

„Planið í dag var að koma til Eyja, ná þremur stigum, halda boltanum á jörðinni,spila á veikleika Eyjamanna og við gerðum það ekki nógu vel í dag," sagði Bjarni Hólm eftir leikinn í kvöld.

Hann vildi þó ekki meina að eitthvað vanmat hafi verið í gangi.

„Ekkert vanmat í gangi við vissum það alveg að það yrði gríðarlega erfitt að koma á Hásteinsvöll og reyna að ná þremur stigum. Við vissum upp á hár að Eyjamenn myndu gefa sig alla í þennan leik sem þeir gerðu. Þetta var mikilvægur leikur fyrir bæði lið, fyrir okkur að komast í annað sætið og fyrir ÍBV að komast af fallsvæðinu."

Stuðningsmenn ÍBV púuðu á Bjarna í byrjun leikssins en hann sagðist ekki ætla að erfa það við þá.

„Svona er þetta bara, þeir hafa allan rétt til þess að púa á mig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×