Umfjöllun: Frækinn Valssigur í fyrsta deildarleik Atla Ómar Þorgeirsson skrifar 11. júlí 2009 20:15 Valsmenn unnu góðan sigur gegn KR í dag. Mynd/Stefán Valsmenn gerðu góðu ferð í Vesturbæinn í dag og unnu þar 3-4 sigur gegn erkifjendunum í KR í bráðfjörugum leik á KR-vellinum í Pepsi-deild karla. Þetta var fyrsti deildarleikur Atla Eðvaldssonar með Hlíðarendaliðið og sannarlega risastór þrjú stig í hús þar sem Valur er nú aðeins tveimur stigum á eftir KR og á ennfremur leik til góða. Guðmundur Benediktsson opnaði markareikninginn fyrir heimamenn á 6. mínútu með snyrtilegu marki þegar hann lyfti boltanum yfir Harald Björnsson í marki Vals eftir gott samspil við Björgólf Takefusa. Valsmenn voru þó ekki lengi að svara því varnarjaxlinn Atli Sveinn Þórarinsson jafnaði leikinn með skallamarki eftir hornspyrnu á 10. mínútu. Þá skall ólukkan á Valsmenn og Marel Jóhann Baldvinsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 12. og 14. mínútu en Pétur Georg Markan og Viktor Unnar Illugason komu inn á í þeirra stað. Fimm mínútum síðar varð Sigurbjörn Hreiðarsson svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Guðmundur Benediktsson átti þá sendingu fyrir markið sem virtist hættulítil þangað til Sigurbjörn kom á siglingunni og hreinlega hamraði boltann í eigið mark, óverjandi fyrir Harald. Flest benti til þess að KR-ingar myndu fara með forystuna inn í hálfleik en Sigurbjörn bætti að einhverju leyti fyrir sjálfsmarkið með glæsilegri sendingu á varamanninn Pétur Georg Markan sem afgreiddi boltann af harðfylgi í netið og staðan 2-2 eftir fjörugan fyrri hálfleik á KR-vellinum. KR-ingar voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum og voru að skapa sér fleiri færi en Valsmenn voru hættulegir í skyndisóknum sínum og Helgi Sigurðsson var reyndar nálægt því að koma Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleiksflautið þegar hann skaut í stöng af vítateigshorninu eftir skógarferð hjá Alta Jónassyni sem var í marki KR vegna leikbanns Stefáns Loga Magnússonar. Valsmenn neyddust svo til þess að gera þriðju skiptingu sína í hálfleik vegna meiðsla Steinþórs Gíslasonar og Baldur Ingimar Aðalsteinsson kom inn á í hans stað. Seinni hálfleikur byrjaði annars með miklum látum og liðin skiptust á að sækja en á 54. mínútu dró til tíðinda þegar Helgi var við það að sleppa inn fyrir vörn KR þegar Bjarni Guðjónsson reif greinilega í hann og dómarinn Jóhannes Valgeirsson dæmdi réttilega víti og gaf Bjarna rautt spjald. Helgi fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi og Valsmenn skyndilega komnir yfir. KR-ingar gáfu þó lítið eftir þrátt fyrir mótlætið og vart mátti greina á gangi leiksins að þeir væru manni færri á næstu mínútum eftir þriðja mark Vals. Valsarar voru þó sem fyrr stórhættulegir þegar þeir komust á ferðina og varamennirnir Viktor Unnar, Pétur Georg og Baldur Ingimar komu með meiri hraða og bit í sóknaraðgerðir gestanna framan af síðari hálfleik. Svo fór að Viktor Unnar bætti við fjórða marki Valsmanna á 66. mínútu og staða gestanna orðin vænleg. KR-ingar neituðu hins vegar að gefast upp og Baldur Sigurðsson minnkaði muninn tveimur mínútum seinna eftir klafs í teig Valsmanna. KR-ingar pressuðu svo stíft eftir jöfnunarmarkinu á lokakafla leiksins á meðan Valsmenn féllu til baka og reyndu að verja sinn hlut. Óskar Örn Hauksson komst næst því að skora þegar skot hans fór í slána á marki Vals en heimamenn gerðu einnig tilkall til vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok þegar Skúli Jón Friðgeirsson féll eftir návígi við varnarmenn Vals en Jóhannes kaus að flauta ekki. Þrátt fyrir harða hríð að marki Vals þá vildi boltinn ekki inn og Valsmenn voru fastir fyrir og fóru að lokum af hólmi sem sigurvegarar eftir 3-4 markasúpu af bestu gerð.Tölfræðin:KR - Valur 3-4 1-0 Guðmundur Benediktsson (6.) 1-1 Atli Sveinn Þórarinsson (10.) 2-1 Sigurbjörn Hreiðarsson, sjálfsmark (19.) 2-2 Pétur Georg Markan (39.) 2-3 Helgi Sigurðsson (55.). 2-4 Viktor Unnar Illugason (66.) 3-4 Baldur Sigurðsson (69.) Rautt spjald: Bjarni Guðjónsson, KR (54.) KR-völlur, áhorfendur 1.425 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (6) Skot (á mark): 14-12 (8-9) Varin skot: Atli 3 - Haraldur 4 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 16-14 Rangstöður: 3-2KR (4-4-2) Atli Jónasson 4 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Bjarni Guðjónsson 3 Jordao Diogo 4 Óskar Örn Hauksson 7 Jónas Guðni Sævarsson 6 Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 5 (68., Gunnar Kristjánsson 6) Guðmundur Benediktsson 7 (59., Guðmundur Pétursson 4) Björgólfur Takefusa 5 (68., Prince Rajcomar 4)Valur (4-4-2) Haraldur Björnsson 5 Steinþór Gíslason 4 (46., Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Reynir Leósson 6*Atli Sveinn Þórarinsson 7 - Maður leiksins Bjarni Ólafur Eiríksson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson - (14., Viktor Unnar Illugason 7) Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Baldur Bett 5 Ian Jeffs 5 Marel Jóhann Baldvinsson - (12., Pétur Georg Markan 7) Helgi Sigurðsson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Valsmenn gerðu góðu ferð í Vesturbæinn í dag og unnu þar 3-4 sigur gegn erkifjendunum í KR í bráðfjörugum leik á KR-vellinum í Pepsi-deild karla. Þetta var fyrsti deildarleikur Atla Eðvaldssonar með Hlíðarendaliðið og sannarlega risastór þrjú stig í hús þar sem Valur er nú aðeins tveimur stigum á eftir KR og á ennfremur leik til góða. Guðmundur Benediktsson opnaði markareikninginn fyrir heimamenn á 6. mínútu með snyrtilegu marki þegar hann lyfti boltanum yfir Harald Björnsson í marki Vals eftir gott samspil við Björgólf Takefusa. Valsmenn voru þó ekki lengi að svara því varnarjaxlinn Atli Sveinn Þórarinsson jafnaði leikinn með skallamarki eftir hornspyrnu á 10. mínútu. Þá skall ólukkan á Valsmenn og Marel Jóhann Baldvinsson og Hafþór Ægir Vilhjálmsson þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla á 12. og 14. mínútu en Pétur Georg Markan og Viktor Unnar Illugason komu inn á í þeirra stað. Fimm mínútum síðar varð Sigurbjörn Hreiðarsson svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Guðmundur Benediktsson átti þá sendingu fyrir markið sem virtist hættulítil þangað til Sigurbjörn kom á siglingunni og hreinlega hamraði boltann í eigið mark, óverjandi fyrir Harald. Flest benti til þess að KR-ingar myndu fara með forystuna inn í hálfleik en Sigurbjörn bætti að einhverju leyti fyrir sjálfsmarkið með glæsilegri sendingu á varamanninn Pétur Georg Markan sem afgreiddi boltann af harðfylgi í netið og staðan 2-2 eftir fjörugan fyrri hálfleik á KR-vellinum. KR-ingar voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum og voru að skapa sér fleiri færi en Valsmenn voru hættulegir í skyndisóknum sínum og Helgi Sigurðsson var reyndar nálægt því að koma Valsmönnum yfir rétt fyrir hálfleiksflautið þegar hann skaut í stöng af vítateigshorninu eftir skógarferð hjá Alta Jónassyni sem var í marki KR vegna leikbanns Stefáns Loga Magnússonar. Valsmenn neyddust svo til þess að gera þriðju skiptingu sína í hálfleik vegna meiðsla Steinþórs Gíslasonar og Baldur Ingimar Aðalsteinsson kom inn á í hans stað. Seinni hálfleikur byrjaði annars með miklum látum og liðin skiptust á að sækja en á 54. mínútu dró til tíðinda þegar Helgi var við það að sleppa inn fyrir vörn KR þegar Bjarni Guðjónsson reif greinilega í hann og dómarinn Jóhannes Valgeirsson dæmdi réttilega víti og gaf Bjarna rautt spjald. Helgi fór sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi og Valsmenn skyndilega komnir yfir. KR-ingar gáfu þó lítið eftir þrátt fyrir mótlætið og vart mátti greina á gangi leiksins að þeir væru manni færri á næstu mínútum eftir þriðja mark Vals. Valsarar voru þó sem fyrr stórhættulegir þegar þeir komust á ferðina og varamennirnir Viktor Unnar, Pétur Georg og Baldur Ingimar komu með meiri hraða og bit í sóknaraðgerðir gestanna framan af síðari hálfleik. Svo fór að Viktor Unnar bætti við fjórða marki Valsmanna á 66. mínútu og staða gestanna orðin vænleg. KR-ingar neituðu hins vegar að gefast upp og Baldur Sigurðsson minnkaði muninn tveimur mínútum seinna eftir klafs í teig Valsmanna. KR-ingar pressuðu svo stíft eftir jöfnunarmarkinu á lokakafla leiksins á meðan Valsmenn féllu til baka og reyndu að verja sinn hlut. Óskar Örn Hauksson komst næst því að skora þegar skot hans fór í slána á marki Vals en heimamenn gerðu einnig tilkall til vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok þegar Skúli Jón Friðgeirsson féll eftir návígi við varnarmenn Vals en Jóhannes kaus að flauta ekki. Þrátt fyrir harða hríð að marki Vals þá vildi boltinn ekki inn og Valsmenn voru fastir fyrir og fóru að lokum af hólmi sem sigurvegarar eftir 3-4 markasúpu af bestu gerð.Tölfræðin:KR - Valur 3-4 1-0 Guðmundur Benediktsson (6.) 1-1 Atli Sveinn Þórarinsson (10.) 2-1 Sigurbjörn Hreiðarsson, sjálfsmark (19.) 2-2 Pétur Georg Markan (39.) 2-3 Helgi Sigurðsson (55.). 2-4 Viktor Unnar Illugason (66.) 3-4 Baldur Sigurðsson (69.) Rautt spjald: Bjarni Guðjónsson, KR (54.) KR-völlur, áhorfendur 1.425 Dómari: Jóhannes Valgeirsson (6) Skot (á mark): 14-12 (8-9) Varin skot: Atli 3 - Haraldur 4 Horn: 8-4 Aukaspyrnur fengnar: 16-14 Rangstöður: 3-2KR (4-4-2) Atli Jónasson 4 Skúli Jón Friðgeirsson 4 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 5 Bjarni Guðjónsson 3 Jordao Diogo 4 Óskar Örn Hauksson 7 Jónas Guðni Sævarsson 6 Baldur Sigurðsson 7 Atli Jóhannsson 5 (68., Gunnar Kristjánsson 6) Guðmundur Benediktsson 7 (59., Guðmundur Pétursson 4) Björgólfur Takefusa 5 (68., Prince Rajcomar 4)Valur (4-4-2) Haraldur Björnsson 5 Steinþór Gíslason 4 (46., Baldur Ingimar Aðalsteinsson 6) Reynir Leósson 6*Atli Sveinn Þórarinsson 7 - Maður leiksins Bjarni Ólafur Eiríksson 5 Hafþór Ægir Vilhjálmsson - (14., Viktor Unnar Illugason 7) Sigurbjörn Hreiðarsson 5 Baldur Bett 5 Ian Jeffs 5 Marel Jóhann Baldvinsson - (12., Pétur Georg Markan 7) Helgi Sigurðsson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira