Íslenski boltinn

Helgi: Sýndum frábæran karakter

Ómar Þorgeirsson skrifar
Helgi Sigurðsson.
Helgi Sigurðsson.

Framherjinn Helgi Sigurðsson var líflegur í 3-4 sigurleik Vals gegn KR á KR-vellinum í dag.

Helgi skoraði eitt mark úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur en Bjarni Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið í kjölfarið. Helgi hrósar karakternum sem Valsmenn sýndu eftir að hafa lent í tvígang undir í leiknum.

„Það er alltaf frábært að koma á KR-völlinn í frábæra stemningu og umgjörð og síðan ég kom til Vals þá höfum við held ég alltaf unnið þá hér og það var engin breyting þar á í dag. Þetta var hörkuleikur og við sýndum frábæran karaktar að koma til baka eftir að hafa lent undir og skora þarna þrjú mörk í röð. Líka út af þessum meiðslum í byrjun leiks þá var þetta sérstaklega góður sigur og við erum þvílíkt ánægðir," segir Helgi.

Helgi er ánægður með spilamennsku Vals í fyrstu leikjunum undir Atla Eðvaldssyni en segir liðið ennfremur eiga mikið inni.

„Tveir sigrar í tveimur leikjum. Það er ekki hægt að hafa það betra en það og við erum á ágætu róli. Við eigum samt að geta gert enn betur en þetta lofar góðu. Við erum nú að skapa okkur fleiri færi en við gerðum fyrr í sumar og það er jákvætt," segir Helgi að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×