Íslenski boltinn

Haukar töpuðu heima fyrir Þór - HK vann KA

Elvar Geir Magnússon skrifar
Almir Cosic var meðal markaskorara HK sem gerði góða ferð norður. Mynd/Vilhelm
Almir Cosic var meðal markaskorara HK sem gerði góða ferð norður. Mynd/Vilhelm

Tveimur af fimm leikjum kvöldsins í 1. deild karla er lokið. Haukar misstigu sig á heimavelli og töpuðu 1-2 fyrir Þór Akureyri. Þá komst HK uppfyrir KA með því að vinna 3-1 útisigur á Akureyrarvelli.

Einar Sigþórsson og Ármann Pétur Ævarsson komu Þórsurum tveimur mörkum yfir í Hafnarfirði áður en Hilmar Geir Eiðsson minnkaði muninn.

David Disztl kom KA yfir á Akureyri en HK svaraði með þremur mörkum í seinni hálfleik. Ásgrímur Albertsson, Almir Cosic og Rúnar Már Sigurjónsson skoruðu mörkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×