Íslenski boltinn

Jónas Guðni: Vinnum ekki leiki með því að fá á okkur fjögur mörk

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jónas Guðni Sævarsson.
Jónas Guðni Sævarsson.

Jónas Guðni Sævarsson fyrirliði KR var að vonum svekktur í leikslok með tapið gegn Val en kvað KR-inga geta tekið margt gott út úr leiknum.

„Þetta var fjörugur leikur fyrir áhorfendur með fullt af mörkum en ég held að KR-áhorfendur vilji nú frekar sjá okkur vinna. Mér fannst við byrja sterkari og við leiðum leikinn í fyrri hálfleik og það var svekkjandi að missa niður forystuna í tvígang og eitthvað sem við eigum ekki að gera þegar við erum að stjórna leiknum.

Þetta var svo auðvitað erfiðara fyrir okkur þegar við misstum mann út af í byrjun seinni hálfleiks en mér fannst við eflast við mótlætið og það var ekki að sjá að við værum einum færri það sem eftir lifði leiks. Við fengum nokkur tækifæri til þess að jafna á lokamínútunum og það var svekkjandi að ná ekki að bjarga stiginu," segir Jónas Guðni.

„Við vitum það samt alveg að við vinnum ekki leiki með því að fá á okkur fjögur mörk og við þurfum að fara vel yfir það og laga það sem betur má fara," segir Jónas Guðni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×