Íslenski boltinn

Clements: Heimir vill ná átta stigum úr næstu fjórum leikjum

Ellert Scheving skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Mynd/Daníel

„Við ætluðum klárlega að ná þremur stigum, pressa þá hátt og berjast eins og ljón,"sagði Chris Clements sem átti flottan leik fyrir ÍBV í kvöld.

Hann sagði einnig að þrátt fyrir að hafa sótt stíft í lok leiksins væri hann ánægður með stigið.

„Þetta var góður leikur og bæði lið hefðu getað stolið sigrinum svo ég er ánægður með stigið."

Chris sem er ekki nema 19 ára, hefur átt gott sumar hjá ÍBV og er afar bjartsýnn fyrir næstu leiki.

„Heimir vill ná átta stigum úr næstu fjórum leikjum og ég tel að það sé alveg raunhæft markmið miðað við spilamennskuna hjá okkur í undanförnum leikjum en við sjáum hvað setur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×