Íslenski boltinn

Jón Orri lenti skelfilega - einstakar myndir af atvikinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Orri Ólafsson lenti skelfilega eins og sjá má á þessarri mynd.
Jón Orri Ólafsson lenti skelfilega eins og sjá má á þessarri mynd. Mynd/Valli

Framarinn Jón Orri Ólafsson fékk slæma byltu á 60. mínútu í leik Þróttar og Fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Eins og sjá má á mynd Valgarðs Gíslason, ljósmyndara Fréttablaðsins á leiknum, þá datt Jón Orri beint á hausinn og fékk slæmt högg.

Jón Orri fór upp í skallaeinvígi við Þróttarann Morten Smidt en misst jafnvægið og datt fram fyrir sig og beint á hnakkann. Hann fékk augljóslega mikið högg og auk þess slæman hnykk á hálsinn.

Jón Orri harkaði samt af sér og spilaði áfram í rúmar tíu mínútur þegar honum var skipt útaf fyrir Jón Guðna Fjóluson.


























Fleiri fréttir

Sjá meira


×