Íslenski boltinn

Fyrsta tap KA-manna staðreynd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Chris Vorenkamp skoraði sigurmark Víkinga. Mynd/Víkingur.net
Chris Vorenkamp skoraði sigurmark Víkinga. Mynd/Víkingur.net

KA-menn töpuðu í kvöld sínum fyrsta leik í 1. deildinni þetta sumarið þegar þeir heimsóttu Víking Reykjavík. Chris Vorenkamp skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu.

Fjarðabyggð vann Leikni í Breiðholtinu 2-1. Jóhann Benediktsson og Andri Hjörvar Albertsson komu Fjarðabyggð tveimur mörkum yfir áður en Einar Örn Einarsson minnkaði muninn.

Þá gerðu Víkingur Ólafsvík og ÍR jafntefli 2-2 þar sem Eyþór Guðnason jafnaði fyrir Breiðhyltinga í uppbótartíma. Árni Freyr Guðnason kom ÍR yfir í þessum leik en Fannar Hilmarsson skoraði síðan tvívegis fyrir leikhlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×