Íslenski boltinn

Hörður Sveinsson frá í 8-12 vikur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hörður Sveinsson í baráttunni.
Hörður Sveinsson í baráttunni.

Hörður Sveinsson, sóknarmaður Keflvíkinga, er með brákað bein í ristinni og verður líklega frá keppni næstu 8-12 vikurnar. Frá þessu er greint á vefsíðunni Sport.is.

Hörður hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. Meiðsli hans eru ekki ósvipuð þeim sem Hólmar Örn Rúnarsson lenti í en hann hefur verið frá síðan í upphafi Íslandsmóts.

Þess má geta að Keflvíkingar eru að fá Guðmund Steinarsson aftur í liðið en hann verður kominn með leikheimild fyrir leik gegn FH á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×