Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 14:00 Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Ruben Amorim er knattspyrnustjóri. EPA/PETER POWELL Marcus Rashford gagnrýnir áætlun Manchester United sem félags en hann telur að hún snúist frekar um að bregðast við í stað þessa að skipuleggja sig frá grunni. Rashford segir að allt frá því að Sir Alex Ferguson hætti hafi félagið tekið allt of seint á málum. Sjö knattspyrnustjórar hafa sest í stól Sir Alex síðan en engum hefur tekist að gera United að meisturum. Ruben Amorim tók nú síðast við af Erik Ten Hag í nóvember í fyrra og Rashford var fljótlega kominn út í kuldann hjá honum. Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall. United lánaði hann til Aston Villa eftir áramót og nú er hann kominn á láni til Barcelona. Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Amorim er knattspyrnustjóri. 🗣️ "The actual transition has not started yet!" Marcus Rashford says Manchester United have been in 'no man's land' and says that a club that is constantly changing can't expect to win the league 🔴 pic.twitter.com/886zfs3MP8— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 13, 2025 „Þegar Ferguson réði ríkjum þá voru ekki aðeins lögmál sem giltu hjá aðalliðinu heldur voru þau í gildi fyrir alla akademíuna líka,“ sagði Marcus Rashford í Rest is Football hlaðvarpinu. „Þá gat stjórinn valið leikmenn upp úr yngri liðunum sem skildu fullkomlega hvað það var að spila Manchester United fótboltann,“ sagði Rashford. „Fólk segir segir að félagið hafi verið á breytingaskeiði til fjölda ára. Til vera að á breytingaskeiði þá þarftu að byrja á því að breyta einhverju. Breytingaskeiðið er því ekki byrjað ennþá,“ sagði Rashford. „Þú sérð það hjá öllum félögum sem hafa náð góðum árangri á vissum tímum. Þau fylgja lögmálum sem stjórinn eða þeir leikmenn sem koma inn þurfa að aðlaga sig að. Þeir þurfa að aðlagast en geta svo bætt eitthvað við þau líka,“ sagði Rashford. „Mér finnst við hjá United vissulega vera hungraðir í að vinna. Við erum að reyna að aðlagast og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Við erum samt bara alltaf að bregðast við,“ sagði Rashford. „Ef það er alltaf verið að breyta hlutum þá er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum deildina. Þú vinnur kannski einhverjar bikarkeppnir en það er af því að þú ert með góðan stjóra eða góða leikmenn. Þú ert með sigurvegara í þínu liði,“ sagði Rashford. „Mér finnst við vera búnir að vera með svo marga stjóra, með svo mismunandi hugmyndir og svo mismunandi leikskipulag. Fyrir vikið endar þú í miðjumoði, þú endar í einskismannslandi,“ sagði Rashford. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LvME6mDoc_o">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira
Rashford segir að allt frá því að Sir Alex Ferguson hætti hafi félagið tekið allt of seint á málum. Sjö knattspyrnustjórar hafa sest í stól Sir Alex síðan en engum hefur tekist að gera United að meisturum. Ruben Amorim tók nú síðast við af Erik Ten Hag í nóvember í fyrra og Rashford var fljótlega kominn út í kuldann hjá honum. Rashford hefur verið hjá United síðan hann var sjö ára gamall. United lánaði hann til Aston Villa eftir áramót og nú er hann kominn á láni til Barcelona. Marcus Rashford hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United á meðan Amorim er knattspyrnustjóri. 🗣️ "The actual transition has not started yet!" Marcus Rashford says Manchester United have been in 'no man's land' and says that a club that is constantly changing can't expect to win the league 🔴 pic.twitter.com/886zfs3MP8— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 13, 2025 „Þegar Ferguson réði ríkjum þá voru ekki aðeins lögmál sem giltu hjá aðalliðinu heldur voru þau í gildi fyrir alla akademíuna líka,“ sagði Marcus Rashford í Rest is Football hlaðvarpinu. „Þá gat stjórinn valið leikmenn upp úr yngri liðunum sem skildu fullkomlega hvað það var að spila Manchester United fótboltann,“ sagði Rashford. „Fólk segir segir að félagið hafi verið á breytingaskeiði til fjölda ára. Til vera að á breytingaskeiði þá þarftu að byrja á því að breyta einhverju. Breytingaskeiðið er því ekki byrjað ennþá,“ sagði Rashford. „Þú sérð það hjá öllum félögum sem hafa náð góðum árangri á vissum tímum. Þau fylgja lögmálum sem stjórinn eða þeir leikmenn sem koma inn þurfa að aðlaga sig að. Þeir þurfa að aðlagast en geta svo bætt eitthvað við þau líka,“ sagði Rashford. „Mér finnst við hjá United vissulega vera hungraðir í að vinna. Við erum að reyna að aðlagast og kaupa leikmenn sem passa inn í kerfið. Við erum samt bara alltaf að bregðast við,“ sagði Rashford. „Ef það er alltaf verið að breyta hlutum þá er ekki hægt að ætlast til þess að við vinnum deildina. Þú vinnur kannski einhverjar bikarkeppnir en það er af því að þú ert með góðan stjóra eða góða leikmenn. Þú ert með sigurvegara í þínu liði,“ sagði Rashford. „Mér finnst við vera búnir að vera með svo marga stjóra, með svo mismunandi hugmyndir og svo mismunandi leikskipulag. Fyrir vikið endar þú í miðjumoði, þú endar í einskismannslandi,“ sagði Rashford. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LvME6mDoc_o">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Sjá meira