Íslenski boltinn

Blikar hafa aldrei unnið í Grindavík - breyta þeir því í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Helgason á ferðinni í leik Grindavíkur og Breiðabliks á Kópavogsvellinum í fyrra.
Jóhann Helgason á ferðinni í leik Grindavíkur og Breiðabliks á Kópavogsvellinum í fyrra. Mynd/Vilhelm

Blikar sækja Grindvíkinga heim í 11. umferð Pepsi-deild karla og eiga þar möguleika á að gera það sem engu Breiðabliksliðið hefur tekist í efstu deild sem er að koma með þrjú stig til baka úr Grindavík.

Þetta verður áttundi leikur liðanna í efstu deild í Grindavík, Grindavík hefur unnið fimm leikjanna og tveimur hefur lokið með jafntefli.

Grindvíkingum hefur reyndar gengið einstaklega vel með Blikanna í undanförnum leikjum því þeir hafa ekki tapað leik í efstu deild á móti Kópavogsliðinu síðan árið 1999.

Grindavíkurliðið hefur ennfremur skorað tvö mörk eða fleiri í undanförnum átta leikjum liðanna í efstu deild og samtals skorað 28 mörk hjá Blikum í þessum leikjum liðanna frá og með sumrinu 2000. Þetta gera 3,5 mörk að meðaltali í leik.


Tengdar fréttir

Ólafur: Erum að tjasla hópnum saman

Það eru allar líkur á því að Alfreð Finnbogason og Kristinn Jónsson verði með Breiðabliki í kvöld þegar liðið heimsækir Grindavík. Blikar hafa verið að glíma við meiðsli síðustu vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×