Íslenski boltinn

Gunnar: Gáfum þeim tvö mörk

Breki Logason skrifar
Gunnar Oddsson
Gunnar Oddsson
Gunnar Oddsson var ekki sáttur eftir leik kvöldsins en Þróttarar sitja enn á botninum með fimm stig. Hann var þó ekki sammála því að fyrri hálfleikur hefði verið slakur. "Við sköpuðum færi og settum þrýsting á þá, þeir voru allavega ekki að spila neinn glansbolta," sagði Gunnar.

Hann lét síðan fylgja í kjölfarið. "Hefurðu eitthvað vit á fótbolta? Mér fannst menn vera að leggja sig fram og við vorum í sjéns bæði í fyrri og seinni hálfleik, þeir nýttu sín færi en ekki við," sagði Gunnar.

Aðspurður hvað væri að í liðinu sagði Gunnar að fyrst og fremst væru menn ekki að nýta færin sín. "Þú hlýtur einnig að hafa séð það að við gáfum þeim tvö mörk og þeir skoruðu eitt ágætis mark, það skyldi liðin að."

Hjörtur Júlíus Hjartarson var ekki með Þrótti í dag þar sem hann hefur lítið getað æft undanfarið. Aðspurður hvort hann teldi Hjört hafa getað gert eitthvað í kvöld sagði Gunnar.

"Þú verður bara að rýna í það sjálfur, hann var ekki með í dag og því gerði hann ekkert fyrir Þrótt í dag."

En verður hann með í næsta leik?

"Það verður bara að koma í ljós."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×