Íslenski boltinn

Jafntefli hjá ÍBV og Keflavík í Eyjum

Eyjamaðurinn Viðar Örn Kjartansson.
Eyjamaðurinn Viðar Örn Kjartansson. Mynd/Daníel

ÍBV og Keflavík skildu jöfn, 2-2, í fjörugum leik í Pepsi-deild karla í fótbolta í Eyjum í kvöld. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

Gestirnir í Keflavík fengu fljúgandi start á leiknum á Hásteinsvelli og framherjinn Haukur Ingi Guðnason skoraði tvö mörk á fyrsta rúma stundarfjórðungi leiksins.

Heimamenn í ÍBV létu það þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu tvö mörk með mínútu millibili á 26. og 27. mínútu bæði með skalla eftir föst leikatriði. Fyrst var það Eiður Aron Sigurbjörnsson sem skoraði og svo Andri Ólafsson. Staðan var jöfn, 2-2, í hálfleik.

Það dró til tíðinda á 71. mínútu þegar Viðar Örn Kjartansson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og Eyjamenn því manni færri á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Það kom þó ekki að sök því Keflvíkingum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölur urðu sem segir 2-2.

Nánari umfjöllun um leikinn með tölfræði og viðtölum birtist á Vísi síðar í kvöld.

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik ÍBV og Keflavíkur í 11. umferð Pepsi-deildar karla.

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: ÍBV - Keflavík

Það er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×