Íslenski boltinn

Davíð Þór: Úrvalsdeildin refsar

Breki Logason skrifar
Davíð Þór Rúnarsson sést hér svekktur eftir fyrsta mark Framara.
Davíð Þór Rúnarsson sést hér svekktur eftir fyrsta mark Framara. Mynd/Valli

Davíð Þór Rúnarsson leikmaður Þróttar var niðurlútur að leik loknum þegar Vísir náði af honum tali. Enn eitt tapið staðreynd og það virtist hvíla þungt á þessum ágæta leikmanni sem átti þó ekki sinn besta leik í kvöld.

"Ef maður vissi það þá gæti maður kannski reynt að gera eitthvað til þess að stoppa í þessi göt sem eru hjá okkur," segir Davíð aðspurður hvað væri í gangi.

"Við byrjum flesta leiki ágætlega en dettum svo aftur og aftur í þá gildru að gefa mörk. Við höldum yfirleitt hreinu framan af og erum jafnvel sterkari aðilinn, þú sérð það bara ef þú horfir á síðustu leiki hjá okkur. Síðan gefum við 1-2 mörk í hverjum leik og það er það sem skilur á milli úrvalsdeildarinnar og þeirrar fyrstu, úrvalsdeildin refsar," segir Davíð.

Eigið þið kannski bara heima í fyrstu deildinni?

"Miðað við þessa frammistöðu, taflan sýnir það. Held samt að flestir leikmenn okkar hafi karakter til þess að sýna að þeir eru úrvalsdeildarleikmenn. Flestir okkar hafa spilað þar undanfarin ár og þó það komi kreppa verða menn ekki að fyrstudeildarleikmönnum."

Næsti leikur Þróttar er eftir viku gegn Breiðablik heima og Davíð segir að þá verði bara að halda áfram að berjast.

"Það skiptir engu hver andstæðingurinn er, þetta heldur bara áfram og við verðum að berjast."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×