Íslenski boltinn

Arnar: Sanngjarn sigur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.

„Þetta var mjög góður sigur hjá okkur í kvöld því okkur hefur gengið illa á þessum velli. Svo var þetta líka mjög mikilvægt til að lyfta okkur frá þessum pakka þarna niðri," sagði Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í Grindavík í kvöld.

„Við spiluðum glimrandi vel fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og komumst sanngjarnt yfir. Við hefðum kannski átt að pota öðru inn til að hafa þetta öruggara í lokin."

„Ég hugsa að þetta hafi verið sanngjarn sigur á heildina litið. Við vorum frekar dofnir í fyrri hálfleik og lítið að gerast. Við vorum staðráðnir í að breyta því í seinni hálfleiknum og það tókst," sagði Arnar en Blikar náðu öllum völdum á miðjunni í seinni hálfleik.

„Menn létu boltann ganga vel á þessum frábæra velli. Við erum með frábærlega spilandi lið og við sýndum það í seinni hálfleiknum. Þá fórum við að skapa færin og fínt að þetta eina mark skyldi duga. Við höfum verið að fá mikið af mörkum á okkur í lokin en héldum einbeitingu þarna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×