Fleiri fréttir

Breyttar leikreglur í fimmta flokki: Vildu innspark í stað innkasts

Faxaflóa- og Reykjavíkurmótin í fimmta flokki verða spiluð með nýjum reglum. Sparkað verður inn á völlinn í staðinn fyrir innköst og þjálfarar dæma leikina hjá þeim sem eru að byrja. Hugmyndirnar eru komnar frá yfirmanni knattspyrnumála hjá KSÍ.

Buðu Zlatan óvænt sex mánaða samning

Ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic ætli að snúa aftur í ítölsku deildina. Ítölsk félög hafa verið að gera hosur sínar grænar fyrir sænska framherjanum.

Sláandi munur á Liverpool fyrir og eftir komu Van Dijk

Liverpool gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í heimi í janúar á síðasta ári, tímabundið allavega. Síðan þá hefur þessi 28 ára Hollendingur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi.

Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður

José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones.

Dagný og stöllur hennar úr leik

Dagný Brynjarsdóttir og lið hennar Portland Thorns töpuðu 1-0 gegn Chicago Red Stars í úrslitakeppni bandarísku deildarinnar í kvöld.

Kynþáttaníð í skoska boltanum?

Það virðist varla vera hægt að spila knattspyrnuleik þessa dagana án þess að kynþáttafordómar komi við sögu. Nú í Skotlandi.

Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu

Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð.

Sjá næstu 50 fréttir