Fótbolti

Kynþáttaníð í skoska boltanum?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Morales sendir stuðningsmönnum Hearts skilaboð í dag
Morales sendir stuðningsmönnum Hearts skilaboð í dag Vísir/Getty

Skoska félagið Hearts rannsakar nú hvort stuðningsmenn liðsins hafi gerst sekir um kynþáttaníð í garð Alfredo Morales, leikmanns Rangers, en hann jafnaði metin fyrir Rangers er liðin gerðu 1-1 jafntefli í skosku úrvalsdeildinni í dag. 

BBC greinir frá. 

Morales, sem kemur frá Kolumbíu fékk víst holskeflu af fúkyrðum er hann fagnaði jöfnunarmarki sínu í dag fyrir framan stuðningsmenn Hearts. Þar á meðal eiga orð sem falla undir kynþáttaníð að hafa heyrst. 

Hearts hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem þeir fordæma atburðinn og segja þeir að ef sökudólgurinn finnst þá mun sá hinn sami eiga yfir höfði sér lífstíðarbann á leiki liðsins sem og mögulegna fangelsisdóm.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.