Fótbolti

Vigdís Edda í Breiðablik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vigdís Edda við undirskriftina
Vigdís Edda við undirskriftina Ljósmynd/Breiðablik

Þetta kom fram í tilkynningu frá Breiðablik fyrr í dag en Vigdís Edda skrifaði undir tveggja ára samning.

„Við bjóðum Vigdísi Eddu velkomna til Breiðabliks og hlökkum til að sjá hana á vellinum," segir í tilkynningu Blika.

Vigdís Edda er aðeins tvítug að aldri, fædd árið 1999, og hefur leikið sem miðjumaður undanfarin ár. Hún er uppalin á Sauðárkróki og hefur alls leikið 79 leiki fyrir meistaraflokk Tindastóls. Þá hefur hún skorað 25 mörk.

Hún fór mikinn í liði Tindastóls í sumar en hún lék alls 20 leiki og skoraði níu mörk. 

Breiðablik endaði í 2. sæti í Pepsi Max deild kvenna í sumar, þrátt fyrir að tapa ekki leik. Þá er liðið enn í Meistaradeild Evrópu en liðið tapaði 4-0 gegn PSG á dögunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.