Dagur í lífi Emil Hallfreðssonar | Hamrén hringir við og við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 22:45 Emil í verkefni með íslenska landsliðinu. Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er enn án félags en hann var í skemmtilegu innslagi á RÚV um hvernig það er að vera atvinnumaður á Íslandi án þess þó að vera í félagsliði.Í innslaginu ræðir Emil sinn hefðbundna dag. „Ég vakna um klukkan 7:30 og þá er tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum,“ segir Emil en hann á tvö börn með konu sinni, Ásu Reginsdóttur, þau eru þriggja og átta ára.Yngri bróðirinn sér um að Emil sé í standi Þegar búið er að koma börnunum í skólann æfir Emil í Kaplakrika með bróður sínum, Hákoni Hallfreðssyni, en hann er styrktarþjálfari FH. Í sumar hélt Emil sér við með því að æfa með uppeldisfélaginu en Emil er FH-ingur í húð og hár, þó það sé nú ekki mikið um hár á höfði hans. Emil skipti þó ekki yfir í FH þar sem það hefði verið þriðja lið hans á þessu ári og því hefði hann ekki mátt semja við annað lið fyrr en eftir áramót. Hann viðurkenni að biðin sé farin að taka sinn toll. „Ég væri klárlega til í að ég væri búinn að ganga frá þessu. En jú, það koma alveg augnablik inn á milli þar sem maður hugsar af hverju rétta dæmið hefur ekki komið upp,“ segir Emil en miðjumaðurinn knái viðurkennir einnig að hann hafi neitað liðum frá löndum sem hann hefur engan áhuga á að spila í. „Já, ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna. Einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega.“Hamrén hringir einstaka sinnum og tekur stöðuna Emil hefur verið í íslenska landsliðinu þó hann hafi ekki verið í félagsliði, líkt og Birkir Bjarnason [Birkir hefur nú gengið til liðs við Al-Arabi í Katar]. Hann tekur þó fyrir það að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hafi of miklar áhyggjur af stöðu mála. „Ég get nú ekki sagt að hann hringi í hverri viku en hann heyrir alveg í mér inn á milli. Auðvitað langar hann til að ég finni mér lið sem fyrst þannig að það sé ekki eitthvað óþægilegt fyrir hann að velja mig. Ég held samt að í síðasta landsliðsverkefni að við liðslausu félagarnir hefðum sýnt það að við eigum alveg heima í þessum hóp og getum spilað þegar þess þarf,“ segir Emil í innslaginu sem sýnt var á RÚV fyrr í kvöld.Síðustu fimm fótboltaleikir sem Emil Hallfreðsson hefur spilað eru með landsliði Íslands, þar sem hann hefur verið án félags síðan í sumar. En hvernig er dagsdaglegt líf atvinnumanns sem er án félags? Við fengum að fylgja Emil eftir í vikunni.https://t.co/apR98YLfcE — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 20, 2019 Fótbolti Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er enn án félags en hann var í skemmtilegu innslagi á RÚV um hvernig það er að vera atvinnumaður á Íslandi án þess þó að vera í félagsliði.Í innslaginu ræðir Emil sinn hefðbundna dag. „Ég vakna um klukkan 7:30 og þá er tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum,“ segir Emil en hann á tvö börn með konu sinni, Ásu Reginsdóttur, þau eru þriggja og átta ára.Yngri bróðirinn sér um að Emil sé í standi Þegar búið er að koma börnunum í skólann æfir Emil í Kaplakrika með bróður sínum, Hákoni Hallfreðssyni, en hann er styrktarþjálfari FH. Í sumar hélt Emil sér við með því að æfa með uppeldisfélaginu en Emil er FH-ingur í húð og hár, þó það sé nú ekki mikið um hár á höfði hans. Emil skipti þó ekki yfir í FH þar sem það hefði verið þriðja lið hans á þessu ári og því hefði hann ekki mátt semja við annað lið fyrr en eftir áramót. Hann viðurkenni að biðin sé farin að taka sinn toll. „Ég væri klárlega til í að ég væri búinn að ganga frá þessu. En jú, það koma alveg augnablik inn á milli þar sem maður hugsar af hverju rétta dæmið hefur ekki komið upp,“ segir Emil en miðjumaðurinn knái viðurkennir einnig að hann hafi neitað liðum frá löndum sem hann hefur engan áhuga á að spila í. „Já, ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna. Einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega.“Hamrén hringir einstaka sinnum og tekur stöðuna Emil hefur verið í íslenska landsliðinu þó hann hafi ekki verið í félagsliði, líkt og Birkir Bjarnason [Birkir hefur nú gengið til liðs við Al-Arabi í Katar]. Hann tekur þó fyrir það að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hafi of miklar áhyggjur af stöðu mála. „Ég get nú ekki sagt að hann hringi í hverri viku en hann heyrir alveg í mér inn á milli. Auðvitað langar hann til að ég finni mér lið sem fyrst þannig að það sé ekki eitthvað óþægilegt fyrir hann að velja mig. Ég held samt að í síðasta landsliðsverkefni að við liðslausu félagarnir hefðum sýnt það að við eigum alveg heima í þessum hóp og getum spilað þegar þess þarf,“ segir Emil í innslaginu sem sýnt var á RÚV fyrr í kvöld.Síðustu fimm fótboltaleikir sem Emil Hallfreðsson hefur spilað eru með landsliði Íslands, þar sem hann hefur verið án félags síðan í sumar. En hvernig er dagsdaglegt líf atvinnumanns sem er án félags? Við fengum að fylgja Emil eftir í vikunni.https://t.co/apR98YLfcE — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 20, 2019
Fótbolti Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira