Dagur í lífi Emil Hallfreðssonar | Hamrén hringir við og við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 22:45 Emil í verkefni með íslenska landsliðinu. Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er enn án félags en hann var í skemmtilegu innslagi á RÚV um hvernig það er að vera atvinnumaður á Íslandi án þess þó að vera í félagsliði.Í innslaginu ræðir Emil sinn hefðbundna dag. „Ég vakna um klukkan 7:30 og þá er tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum,“ segir Emil en hann á tvö börn með konu sinni, Ásu Reginsdóttur, þau eru þriggja og átta ára.Yngri bróðirinn sér um að Emil sé í standi Þegar búið er að koma börnunum í skólann æfir Emil í Kaplakrika með bróður sínum, Hákoni Hallfreðssyni, en hann er styrktarþjálfari FH. Í sumar hélt Emil sér við með því að æfa með uppeldisfélaginu en Emil er FH-ingur í húð og hár, þó það sé nú ekki mikið um hár á höfði hans. Emil skipti þó ekki yfir í FH þar sem það hefði verið þriðja lið hans á þessu ári og því hefði hann ekki mátt semja við annað lið fyrr en eftir áramót. Hann viðurkenni að biðin sé farin að taka sinn toll. „Ég væri klárlega til í að ég væri búinn að ganga frá þessu. En jú, það koma alveg augnablik inn á milli þar sem maður hugsar af hverju rétta dæmið hefur ekki komið upp,“ segir Emil en miðjumaðurinn knái viðurkennir einnig að hann hafi neitað liðum frá löndum sem hann hefur engan áhuga á að spila í. „Já, ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna. Einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega.“Hamrén hringir einstaka sinnum og tekur stöðuna Emil hefur verið í íslenska landsliðinu þó hann hafi ekki verið í félagsliði, líkt og Birkir Bjarnason [Birkir hefur nú gengið til liðs við Al-Arabi í Katar]. Hann tekur þó fyrir það að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hafi of miklar áhyggjur af stöðu mála. „Ég get nú ekki sagt að hann hringi í hverri viku en hann heyrir alveg í mér inn á milli. Auðvitað langar hann til að ég finni mér lið sem fyrst þannig að það sé ekki eitthvað óþægilegt fyrir hann að velja mig. Ég held samt að í síðasta landsliðsverkefni að við liðslausu félagarnir hefðum sýnt það að við eigum alveg heima í þessum hóp og getum spilað þegar þess þarf,“ segir Emil í innslaginu sem sýnt var á RÚV fyrr í kvöld.Síðustu fimm fótboltaleikir sem Emil Hallfreðsson hefur spilað eru með landsliði Íslands, þar sem hann hefur verið án félags síðan í sumar. En hvernig er dagsdaglegt líf atvinnumanns sem er án félags? Við fengum að fylgja Emil eftir í vikunni.https://t.co/apR98YLfcE — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 20, 2019 Fótbolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er enn án félags en hann var í skemmtilegu innslagi á RÚV um hvernig það er að vera atvinnumaður á Íslandi án þess þó að vera í félagsliði.Í innslaginu ræðir Emil sinn hefðbundna dag. „Ég vakna um klukkan 7:30 og þá er tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum,“ segir Emil en hann á tvö börn með konu sinni, Ásu Reginsdóttur, þau eru þriggja og átta ára.Yngri bróðirinn sér um að Emil sé í standi Þegar búið er að koma börnunum í skólann æfir Emil í Kaplakrika með bróður sínum, Hákoni Hallfreðssyni, en hann er styrktarþjálfari FH. Í sumar hélt Emil sér við með því að æfa með uppeldisfélaginu en Emil er FH-ingur í húð og hár, þó það sé nú ekki mikið um hár á höfði hans. Emil skipti þó ekki yfir í FH þar sem það hefði verið þriðja lið hans á þessu ári og því hefði hann ekki mátt semja við annað lið fyrr en eftir áramót. Hann viðurkenni að biðin sé farin að taka sinn toll. „Ég væri klárlega til í að ég væri búinn að ganga frá þessu. En jú, það koma alveg augnablik inn á milli þar sem maður hugsar af hverju rétta dæmið hefur ekki komið upp,“ segir Emil en miðjumaðurinn knái viðurkennir einnig að hann hafi neitað liðum frá löndum sem hann hefur engan áhuga á að spila í. „Já, ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna. Einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega.“Hamrén hringir einstaka sinnum og tekur stöðuna Emil hefur verið í íslenska landsliðinu þó hann hafi ekki verið í félagsliði, líkt og Birkir Bjarnason [Birkir hefur nú gengið til liðs við Al-Arabi í Katar]. Hann tekur þó fyrir það að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hafi of miklar áhyggjur af stöðu mála. „Ég get nú ekki sagt að hann hringi í hverri viku en hann heyrir alveg í mér inn á milli. Auðvitað langar hann til að ég finni mér lið sem fyrst þannig að það sé ekki eitthvað óþægilegt fyrir hann að velja mig. Ég held samt að í síðasta landsliðsverkefni að við liðslausu félagarnir hefðum sýnt það að við eigum alveg heima í þessum hóp og getum spilað þegar þess þarf,“ segir Emil í innslaginu sem sýnt var á RÚV fyrr í kvöld.Síðustu fimm fótboltaleikir sem Emil Hallfreðsson hefur spilað eru með landsliði Íslands, þar sem hann hefur verið án félags síðan í sumar. En hvernig er dagsdaglegt líf atvinnumanns sem er án félags? Við fengum að fylgja Emil eftir í vikunni.https://t.co/apR98YLfcE — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 20, 2019
Fótbolti Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira