Fótbolti

Zidane misst traust stjórnarmanna Real sem horfa hýru auga til Mourinho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zidane um helgina er Real tapaði fyrir Mallorca.
Zidane um helgina er Real tapaði fyrir Mallorca. vísir/getty
Real Madrid gæti sparkað Zinedine Zidane úr starfi einungis sjö mánuðum eftir að hafa ráðið hann til starfa á nýjan leik.

Real tapaði fyrir Mallorca á útivelli um helgina og það tap var ekki að hjálpa Frakkanum sem er sagður undir mikilli pressu hjá spænska stórliðinu.

Nokkrir aðilar innar stjórnar Real eru sagðir hafa misst trúna á Zidane og gæti tap gegn Galatasaray í vikunni í Meistaradeildinni kostað hann starfið.

Sá sem er nefndur til sögunnar sem arftaki Zidane er Jose Mourinho en Mourinho hefur áður þjálfað hjá Real. Hann stýrði Real í þrjú ár; frá 2010 til 2013.

Síðan þá hefur hann hjálpað Chelsea og nú síðast Man. United þar sem hann var rekinn í desember mánuði fyrir tæpu ári síðan.

Portúgalinn starfar nú sem spekingur hjá Sky Sports á meðan hann leitar sér að nýju starfi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.